Gátlisti frá UNESCO fyrir útgefendur

Kominn er út gátlisti frá UNESCO sem er er hluti af UNESCO Open Science Toolkit og gerður til að styðja við innleiðingu tilmæla UNESCO um opin vísindi.

Tékklistinn er gerður í  samstarfi við Open Access Scholarly Publishing Association (OASPA) fjölbreytt samfélag samtaka sem stunda opna fræðimennsku. Markmiðið er að veita útgefendum sem gefa út í opnum aðgangi hagnýta aðstoð til að skilja tilmæli UNESCO betur með því að varpa ljósi á vissa mikilvæga hluti sem eiga við um slíka útgefendur.