Úkraína og opin vísindi

Það vekur óneitanlega athygli að ríkisstjórn Úkraínu hefur nú samþykkt aðgerðaáætlun um opin vísindi og falið öllum sínum ráðuneytum að tryggja að henni sé framfylgt.

Þetta er metnaðarfull aðgerðaáætlun hjá stríðshrjáðu landi og full ástæða til að dást að framtakinu og óska þeim velfarnaðar.

Aðgerðaáætlunin felur í sér samþættingu opinna vísinda varðandi innlend vísindi, rannsóknir, menntun, tækni og nýsköpunarstefnu, stefnurog aðgerðaáætlanir fyrir árið 2024. Hún kveður á um að unnið sé í samstarfi við EOSC – European Open Science Cloud – og Horizon Europe.

Lesa áfram „Úkraína og opin vísindi“

Verkfærakista UNESCO fyrir opin vísindi

Á vef UNESCO er að finna verkfærakistu sem hönnuð er til að styðja við framkvæmd tilmæla UNESCO um opin vísindi. Verkfærakistan samanstendur af leiðbeiningum, upplýsingum, gátlistum og bæklingum. Verkfærin eru lifandi skjöl sem reglulega eru uppfærð til að endurspegla þróun og stöðu innleiðingar tilmælanna.

Sum verkfæranna eru þróuð í samvinnu við UNESCO Open Science samstarfsaðila eða með viðræðum við og innleggi frá meðlimum UNESCO vinnuhópa um opin vísindi.

Lesa áfram „Verkfærakista UNESCO fyrir opin vísindi“

Háskólinn Uniarts í Helsinki og útgáfa í opnum aðgangi

Listaháskólinn University of the Arts Helsinki (Uniarts) leggur áherslu á gagnsæi.

Háskólinn vill með útgáfu sinni auka aðgengi að listrænni þekkingu og rannsóknum sem gerðar hafa verið með opinberum stuðningi og varpa ljósi á hlutverk sitt sem auðlind sem stuðlar að umbótum í samfélaginu.

Uniarts Helsinki hefur skrifað undir eftirfarandi yfirlýsingu: Declaration for Open Science and Research 2020-2025.

Skólinn hefur skipað starfshóp um opin vísindi og rannsóknir til að stuðla að opnu aðgengi og gagnsæi. Formaður hópsins er aðstoðarrektor háskólans og ber jafnframt ábyrgð á rannsóknum.

Útgáfustefna Uniarts Helsinki um opinn aðgang

OA stefna Uniarts nær til rannsakenda, starfsmanna og nemenda  við Listaháskólann. Útgáfa efnis við skólann er í eðli sínu bæði vísindaleg og listræn. Útgáfa efnis við skólann er í eðli sínu bæði vísindaleg og listræn.

Lesa áfram „Háskólinn Uniarts í Helsinki og útgáfa í opnum aðgangi“