Tímamótasamningur

 

Projekt Deal er samstarfsverkefni ýmissa háskóla og vísindastofnanna í Þýskalandi og gengur út á að segja upp stórum tímaritaáskriftum við stóra útgefendur eins og Wiley, Elsevier o.fl. og og gera í staðinn svokallaða „Publish & Read“ samninga.

Þann 15. janúar síðastliðinn var undirritaður tímamótasamningur milli Projekt Deal og útgáfurisans Wiley. Samningurinn gengur út frá „Publish & Read“ módelinu og er sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum. Samningurinn snýst í stuttu máli um að aðilar að Deal munu geta gefið út vísindagreinar í tímaritum Wiley í opnum aðgangi án aukakostnaðar og einnig er tryggður aðgangur að rafrænum tímaritum útgefandans frá árinu 1997.