Opinn aðgangur að niðurstöðum rannsókna

Mennta- og menningarmálaráðuneytið vinnur að stefnu um opinn aðgang. Í desember 2019 skilaði verkefnishópur á vegum ráðuneytisins, sem starfar í samræmi við aðgerðaráætlun Vísinda- og tækniráðs um opin vísindi, fyrri skýrslu sinni um tillögur um opinn aðgang að niðurstöðum rannsókna.

Skýrslan var til umsagnar á sl. ári í samráðsgátt stjórnvalda og nú er búið að birta lokaniðurstöðuna í samráðsgáttinni. Ein umsögn barst, frá Háskóla Íslands.

Í niðurstöðum segir meðal annars:

Lesa áfram „Opinn aðgangur að niðurstöðum rannsókna“

Samið hefur verið um opinn aðgang við Karger útgáfuna

Samlag um landsaðgang að rafrænum áskriftum hefur samið við Karger útgáfuna um opinn aðgang að vísindatímaritum fyrir alla landsmenn.

Samningurinn tryggir landsaðgang að öllum rafrænum tímaritum Karger frá og með 1998. Vísindamenn á Íslandi geta birt vísindagreinar í tímaritum Karger í opnum aðgangi án þess að greiða birtingargjöld og er fjöldi greina til birtingar ótakmarkaður.

Fréttatilkynning

Leiðbeiningar um innsendingu greina til birtingar hjá Karger (á ensku).

Í samningnum felst einnig aðgangur fyrir alla landsmenn að KargerLEARN, sem er kennsluvefur með 15 netnámskeiðum sem fjalla um hagnýt atriði tengdu ritunarferli vísinda- og fræðigreina og birtingum í vísindatímaritum. Námskeiðin eru alhliða og nýtast einstaklingum á öllum fræðasviðum.

Leiðbeiningar á ensku fyrir KargerLEARN.