Úkraína og opin vísindi

Það vekur óneitanlega athygli að ríkisstjórn Úkraínu hefur nú samþykkt aðgerðaáætlun um opin vísindi og falið öllum sínum ráðuneytum að tryggja að henni sé framfylgt.

Þetta er metnaðarfull aðgerðaáætlun hjá stríðshrjáðu landi og full ástæða til að dást að framtakinu og óska þeim velfarnaðar.

Aðgerðaáætlunin felur í sér samþættingu opinna vísinda varðandi innlend vísindi, rannsóknir, menntun, tækni og nýsköpunarstefnu, stefnurog aðgerðaáætlanir fyrir árið 2024. Hún kveður á um að unnið sé í samstarfi við EOSC – European Open Science Cloud – og Horizon Europe.

Hvað felst í áætluninni?

Hér koma nokkur þeirra atriða sem felast í áætluninni.

  • Tilmæli frá ráðuneyti menntamála og vísinda  og teymi aðgerðaáætlunarinnar verða gefin út á næsta ári (2023) um notkun opinna leyfa (Creative Commons).  Þá verður einnig lokið óháðri úttekt á rannsóknainnviðum  og ráðleggingar gefnar um góðar starfsvenjur á rekstri rannsóknainnviða.
  • Aðgerðaáætlunin hvetur forsvarsmenn úkraínskra tímarita í opnum aðgangi til að skrá þau hjá DOAJ – Directory of Open Access Journals (424 úkraínsk tímarit eru nú skráð í DOAJ).
  • Rafrænt varðveislusafn rannsókna á landsvísu verður samþætt varðveislusöfnum stofnana og stutt árlega  með fjárframlagi frá ríkinu, Að auki verða þrjár gagnageymslur settar upp árið 2025.
  • Endurbætur á rannsóknarmati eru eitt af forgangsverkefnum ársins 2023 og tillögur um rannsóknarmat verða lagðar fyrir háskóla og rannsóknastofnanir. Tillögurnar verða samræmdar San Francisco yfirlýsingunni um endurbætur á rannsóknarmati.
  • Netþjálfun í opnum vísindum verður hleypt af stokkunum árið 2023.
  • Aðgerðaráætlun um borgaravísindi verður gefin út árið 2024, sem byggir á tíu meginreglum um borgaravísindi frá European Citizen Science Association.
  • Háskólar og rannsóknarstofnanir munu fá leiðbeiningar um innleiðingu stýringar á rannsóknargögnum á næsta ári og um hvernig þróa má stefnu um opin vísindi og áætlanir fyrir árið 2025.
  • Ráðleggingar um útgáfu opinna bóka verða gefnar út árið 2025.
  • Landsupplýsingakerfi fyrir rannsóknir (URIS) verður komið í gagnið fyrir 2026 og mun fylgjast með framkvæmd varðandi opin vísind í Úkraínu.