OA Books Toolkit: Endurbætt síða

OAPEN Foundation hefur haldið upp á sinn fjórða afmælisdag. Af því tilefni var endurbætt verkfærasett kynnt til sögunnar, þ.e. Open Access Books Toolkit. en það er hluti af PALOMERA verkefninu sem ESB styrkir.

Verkfærasettinu/vefsíðunni er ætlað að efla og styðja við opinn aðgang (OA) að fræðilegum bókum. Vefsíðan samanstendur af stuttum greinum sem fjalla um  efni sem tengjast OA-bókum. Hver um sig inniheldur lista yfir heimildir sem vísað er í varðandi nánari lestur og tengla í skilgreiningar á lykilhugtökum.

Verkfærakistan skiptist í tvo meginhluta. 

      •  Annar hlutinn er fyrir fræðimenn sem  eru jafnframt höfundar fræðibóka og sýnir hvað felst í útgáfu bóka í opnum aðgangi.
      • Hinn hlutinn er ætlaður þeim sem annast stefnumótun og styður með ýmsum hætti við stefnumótun tengdri OA bókum.
      • Allt í allt ættu greinarnar einnig að vera áhugaverðar fyrir breiðari hóp hagsmunaaðila sem hafa áhuga á útgáfu og stefnu OA bóka, eins og til dæmis bókasöfn og útgefendur.

Val á tímariti fyrir rannsóknaniðurstöður: Gátlisti

Í greininni Choosing a journal for your research: Checklist for researchers and librarians eru góðar leiðbeiningar fyrir bæði rannsakendur og upplýsingafræðinga um hvernig best sé að velja viðeigandi tímarit fyrir rannsóknaniðurstöður.

Val á tímariti er mikilvægt mál fyrir rannsakendur sem bæði vilja tryggja tímanlega og víðtæka miðlun rannsóknaniðurstaðna sinna sem og að uppfylla kröfur sem stofnanir þeirra og/eða styrkveitendur gera um birtingu.

Gátlistinn byggir á Diamond OA Standard (DOAS), staðli sem þróaður er af Developing Institutional Open Access Publishing Models to Advance Scholarly Communication (DIAMAS) verkefninu, og Think Check Submit (Hugsaðu – kannaðu – sendu inn) gátlistanum.

Nánar hér: Choosing a journal for your research: Checklist for researchers and librarians.

CC afnotaleyfi – bæklingur á íslensku

Kominn er út bæklingurinn Leiðbeiningar um afnotaleyfi frá Creative commons fyrir fræðilega útgáfu og fræðsluefni.  Hann á vonandi eftir að nýtast vel og auka skilning og vitneskju um þýðingu slíkra afnotaleyfa.

Til hliðsjónar var bæklingurinn Creative Commons for Scholarly Publications and Educational Resources eftir Pascal Braak, Hans de Jonge, Giulia Trentacosti, Irene Verhagen og Saskia Woutersen-Windhouwer (2020). Þýðingu, styttingu og aðlögun önnuðust Margrét Gunnarsdóttir og Guðrún Tryggvadóttir, Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.

Bæklingurinn sjálfur er undir Creative Commons Attribution-4.0 leyfi: https://creativecommons.org/licenses/by/4.0 nema annað sé tekið fram.