Háskólinn í Utrecht með nýja OA stefnu

Háskólinn í Utrecht, Hollandi

Ný stefna um opinn aðgang hjá háskólanum í Utrecht, Hollandi.

Framkvæmdastjórn háskólans í Utrecht hefur samþykkt nýja OA-stefnu um útgáfu rannsóknaafurða í skólanum: Gert er ráð fyrir að vísindamenn skólans gefi út allt sitt efni (tímaritsgreinar, bókakafla og bækur)  í opnum aðgangi.

Með því að gera niðurstöður rannsókna sýnilegri eykst gagnsæi, notagildi og endurnýting þessara niðurstaðna. Auk þess ýtir það undir samfélagsleg áhrif rannsókna.

Hvað þýðir þetta fyrir vísindamenn háskólans í Utrecht? Sjá nánar.

Mynd: Floor Fotografie, CC BY-SA 4.0