Staða gagnavarðveislusafna í heiminum sem skráð eru í OpenDOAR

Nýlega birtust niðurstöður rannsóknar sem gerð var til að varpa ljósi á núverandi stöðu gagnavarðveislusafna sem skráð eru í OpenDOAR – Directory of Open Access Repositories.

Þróuð lönd eins og Bretland og Bandaríkin taka fyrst og fremst þátt í þróun varðveislusafna stofnana í opnum aðgangi sem innihalda mikilvæga þætti OpenDOAR. Mest notaði hugbúnaðurinn er Dspace. Flest varðveislusöfnin eru OAI-PMH samhæfð en fylgja ekki reglum um opinn aðgang.

Meira um niðurstöður rannsóknarinnar hér:
Global status of dataset repositoies at a glance: study based on OpenDOAR

Heimild: Sofi, I.A.Bhat, A. and Gulzar, R. (2024), „Global status of dataset repositories at a glance: study based on OpenDOAR“, Digital Library Perspectives, Vol. ahead-of-print No. ahead-of-print. https://doi.org/10.1108/DLP-11-2023-0094

Viðbót við Web of Science: Preprint Citation Index

Vert er að vekja athygli á nýrri viðbót við gagnasafnið Web of Science: Preprint Citation Index. 

Þessi viðbót er í raun sjálfstætt gagnasafn og þegar leitað er í WoS þarf að tilgreina sérstaklega ef ætlunin er að leita í þessu safni, ýmist sér eða meðfram Web of Science. Niðurstöður eru kirfilega merktar sem „preprint“.

Preprint Citation Index byggir á efni úr nokkrum vel þekktum preprint varðveislusöfnum/vefþjónum:

   • arXiv (1991-)
   • bioRxiv (2013-)
   • medRxiv (2019-)
   • chemRxiv (2017)
   • preprints.org (2020-)

Í kjölfarið á Covid-19 faraldrinum hefur notkun á preprint (í. forprent) aukist til mikilla muna. Gott er þó að hafa í huga að ekki er búið að ritrýna preprint nema í undantekningartilvikum.