OpenAlex – gagnasafn á vegum OurResearch

Hvað er OpenAlex?

Kjarninn í OpenAlex er gagnasafn sem samanstendur af hvers kyns fræðilegum verkum s.s. rannsóknargreinum, gagnasettum, bókum og ritgerðum.

En þar er þó ekki allt talið. OpenAlex fylgist með tengslum þessara verka og upplýsir um tengsl t.d. tímarita, höfunda, stofnana, tilvitnana, hugtaka og styrkveitenda. Það er mikilvægt að henda reiður á þessum tengslum til að fá vitneskju um og skilja stóru myndina.

OpenAlex er dýrmæt auðlind fyrir stofnanir, vísindamenn, stjórnvöld, útgefendur, styrkveitendur og alla aðra sem hafa áhuga á alþjóðlegum rannsóknum og fræðilegum samskiptum.

Gögnin eru opin og ókeypis svo hægt sé að deila.. Með því að nota vefsíðuna getur hver sem er byrjað strax að skoða gögnin til að fræðast um alls kyns hluti, allt frá einstökum greinum til alþjóðlegrar þróunar í rannsóknum.

Kynningarmyndband hér:

Hver stendur á bak við OpenAlex

OurResearch er óhagnaðardrifin stofnun sem smíðar verkfæri fyrir Open Science, þar á meðal OpenAlex, Unpaywall og Unsub.

Nánari upplýsingar: OpenAlex Support.

Staða gagnavarðveislusafna í heiminum sem skráð eru í OpenDOAR

Nýlega birtust niðurstöður rannsóknar sem gerð var til að varpa ljósi á núverandi stöðu gagnavarðveislusafna sem skráð eru í OpenDOAR – Directory of Open Access Repositories.

Þróuð lönd eins og Bretland og Bandaríkin taka fyrst og fremst þátt í þróun varðveislusafna stofnana í opnum aðgangi sem innihalda mikilvæga þætti OpenDOAR. Mest notaði hugbúnaðurinn er Dspace. Flest varðveislusöfnin eru OAI-PMH samhæfð en fylgja ekki reglum um opinn aðgang.

Meira um niðurstöður rannsóknarinnar hér:
Global status of dataset repositoies at a glance: study based on OpenDOAR

Heimild: Sofi, I.A.Bhat, A. and Gulzar, R. (2024), „Global status of dataset repositories at a glance: study based on OpenDOAR“, Digital Library Perspectives, Vol. ahead-of-print No. ahead-of-print. https://doi.org/10.1108/DLP-11-2023-0094

Viðbót við Web of Science: Preprint Citation Index

Vert er að vekja athygli á nýrri viðbót við gagnasafnið Web of Science: Preprint Citation Index. 

Þessi viðbót er í raun sjálfstætt gagnasafn og þegar leitað er í WoS þarf að tilgreina sérstaklega ef ætlunin er að leita í þessu safni, ýmist sér eða meðfram Web of Science. Niðurstöður eru kirfilega merktar sem „preprint“.

Preprint Citation Index byggir á efni úr nokkrum vel þekktum preprint varðveislusöfnum/vefþjónum:

      • arXiv (1991-)
      • bioRxiv (2013-)
      • medRxiv (2019-)
      • chemRxiv (2017)
      • preprints.org (2020-)

Í kjölfarið á Covid-19 faraldrinum hefur notkun á preprint (í. forprent) aukist til mikilla muna. Gott er þó að hafa í huga að ekki er búið að ritrýna preprint nema í undantekningartilvikum.