Breyttar áherslur varðandi mat rannsókna á Spáni

Spánn hyggst að gera umbætur á rannsóknamati sínu fyrir vísindamenn. Það er ANECA – La Agencia Nacional de Evaluación y Acreditación sem sett hefur fram nýjar tillögur.

Endurskoðun rannsóknamats á Spáni

Hingað til hefur einungis verið miðað við birtingu greina í tímaritum með háan áhrifastuðul þegar vísindamenn eru metnir með tilliti til starfsframa. Samkvæmt nýju tillögunum verða rannsakendur metnir á mun fjölbreyttari hátt og hvattir til að birta niðurstöður sínar í opnum aðgangi.
Þessum tillögum hefur verið fagnað af mörgum vísindamönnum sem telja núverandi kerfi verðlauna magn fremur en gæði.

Umbæturnar eiga að bregðast við áhyggjum af neikvæðum áhrifum núverandi kerfis á gæði rannsókna þar sem óhófleg áhersla er á útgáfu fremur en kennslu og notkun opinberra fjármuna til að greiða háan kostnað við vinnslu rannsóknagreina.

Nýja kerfið mun taka til ýmissa þátta s.s. útgáfu, einkaleyfa, skýrslna, sýninga o.fl. Matið mun ekki lengur miðast við áhrifastuðul tímarita heldur horfa til meðhöfunda annarra en akademískra markhópa og höfunda sem ekki eru endilega akademískir. Matið mun einnig taka tillit til rannsóknagreia sem birtar eru í opnum kerfum sem ekki eru hagnaðardrifin og rukka ekki birtingagjöld.

Umbæturnar miða að því að búa til innihaldsríkara matskerfi fyrir vísindamenn á Spáni.

Nánar í greininni Spain wants to change how it evaluates scientists—and end the „dictatorship of papers“