DORA: Endurskoðun rannsóknamats – dæmisögur

Á vef DORA (San Francisco Declaration on Research Assessment) er að finna áhugavert safn af dæmisögum frá háskólum og fleirum sem gert hafa breytingar á  rannsóknamati sínu undanfarin ár og sett fram nýjar stefnur og verklag. Þar kemur mjög skýrt fram um hvaða stofnun er að ræða, hverju var breytt, hversvegna, hvernig og hvenær.

Sem dæmi má nefna Samtök háskóla í Noregi, Háskólann í Tampere, Finnlandi og Háskólann í Bath, Englandi.

 

Endurskoðun á rannsóknarmati

Endurskoðun á rannsóknarmati er mikið í umræðunni um þessar mundir. Einn af fyrirlestrum í alþjóðlegri viku opins aðgangs í október 2023 fjallaði einmitt um þessi mál. Það var Noémie Aubert Bonn, rannsakandi við UHasselt sem flutti  fyrirlestur um Research Assessment. Sjá glærur og upptöku.

Einnig er freistandi að nefna fyrirlestur sem Stephane Berghmans frá European University Association​ í Belgíu, flutti á Pure International Conference í október 2023.

Þess má geta að bæði Háskóli Íslands og RANNÍS hafa skrifað undir samþykkt  COARA – Coalition for Advancing Research Assessment.

Breyttar áherslur varðandi mat rannsókna á Spáni

Spánn hyggst að gera umbætur á rannsóknamati sínu fyrir vísindamenn. Það er ANECA – La Agencia Nacional de Evaluación y Acreditación sem sett hefur fram nýjar tillögur.

Endurskoðun rannsóknamats á Spáni

Hingað til hefur einungis verið miðað við birtingu greina í tímaritum með háan áhrifastuðul þegar vísindamenn eru metnir með tilliti til starfsframa. Samkvæmt nýju tillögunum verða rannsakendur metnir á mun fjölbreyttari hátt og hvattir til að birta niðurstöður sínar í opnum aðgangi.
Lesa áfram „Breyttar áherslur varðandi mat rannsókna á Spáni“