Vika opins aðgangs – Dagur 3

Vika opins aðgangs heldur áfram og í dag birtum við hlaðvarpsþátt nr. 3:

Þáttur 3. Áhrif Plan S á útgáfu og aðgang að rannsóknum
Viðmælendur eru Guðrún Þórðardóttir og Þórný Hlynsdóttir, upplýsingafræðingar við Landbúnaðarháskólann og Háskólann á Bifröst sem töluðu um áhrif Plan S.

Við bendum einnig á íslenska þýðingu á „Áætlun S“ (e. Plan S) hér á vefnum, sem er áætlun frá cOALITON S, alþjóðlegu bandalagi rannsóknasjóða og styrktaraðila rannsókna um fullan opin aðgang að vísindaefni eftir 1. janúar 2021. Þýðinguna gerði Þórný Hlynsdóttir upplýsingafræðingur.

Vika opins aðgangs – Dagur 2

Vika opins aðgangs heldur áfram og í dag birtum við hlaðvarpsþátt nr. 2 og
grein Rósu Bjarnadóttur forstöðumann bókasafns og upplýsingaþjónustu Listaháskóla Íslands: Enn eitt stefnulaust ár.

Þáttur 2. Reynsla úr hugvísindum af opnum aðgangi
Viðmælandi er Helga Hilmisdóttir, rannsóknardósent við Árnastofnun og ritstjóri fræðatímaritsins Orð og tungu en hún var spurð út í reynslu hennar af opnum aðgangi við útgáfu og birtingu greina.

 

Vika opins aðgangs – Dagur 1

Vika opins aðgangs hefst í dag, 25. október og lýkur 31. október.

Af því tilefni kynnum við eftirfarandi hlaðvarp:

Þáttur 1. Áhrif opins aðgangs á akademískar rannsóknir
Sara Stef. Hildardóttir og Sigurgeir Finnson, upplýsingafræðingar, ræða um opinn aðgang og áhrif á akademískar rannsóknir.

Við vekjum einnig athygli á nýlegum leiðbeiningum  hér á vefnum fyrir rannsakendur sem vilja birta í opnum aðgangi.

Vikan er alþjóðlegt samstarfsverkefni háskólabókasafna víðsvegar um heiminn  en íslensk háskólabókasöfn hafa tekið þátt í tæpan áratug.

Vikan varpar ljósi á hagsmunabaráttu akademískra rannsakenda gagnvart útgefendum fræða- og vísindatímarita en það er þróun sem sér því miður ekki fyrir endann á. Þar hafa hin Norðurlöndin töluvert forskot en þau eru komin lengra en Ísland með sínar stefnur og tilskipanir varðandi opinn aðgang.

Vikan fer alfarið fram á skjánum með tenglum á efni sem vinnuhópur um opinn aðgang hefur framleitt og tekið saman.*

Á hverjum degi mun birtast áhugavert efni á Facebook síðu Landsbókasafns: sem jafnframt verður aðgengilegt á hér á vefnum openaccess.is.