Um tengsl opins aðgangs og CC birtingaleyfa í ljósi höfundaréttar

Ein af þeim vefkynningum (e. webinars) sem fram fóru í viku opins aðgangs í október 2023 var „Open Access and Creative Commons licences in the light of Copyright„. Þar fjallaði Rasmus Rindom Riise frá Háskólabókasafninu í Kaupmannahöfn, um tengsl opins aðgangs, CC birtingaleyfa og höfundaréttar.
Þetta er án efa eitt þeirra atriða sem vefjast fyrir rannsakendum en jafnframt mjög mikilvægt að skilja þessi tengsl.

Bæði glærur og upptaka er í boði frá þessari kynningu og ástæða til að hvetja rannsakendur til að kynna sér málið.

 

 

 

 

 

Skráið ykkur á viðburði í viku opins aðgangs 23. – 29. október nk.

Samstarfshópur háskólabókavarða um opin vísindi/opinn aðgang vonast eftir góðri þátttöku íslenskra rannsakenda og annars áhugafólks í viðburðum alþjóðlegrar viku opins aðgangs 23. – 29. október nk. Við höfum fengið til liðs við okkur öfluga liðsmenn erlendis frá til að bjóða upp á fjórar vefkynningar (webinars) á TEAMS í vikunni og eina málstofu í Grósku sem einnig verður í boði á TEAMS.

Vefkynningarnar verða á ensku en málstofan fer fram á íslensku.

Smellið hér til að skoða dagskrá og skrá ykkur. Athugið að það þarf að skrá sig á hverja  kynningu fyrir sig.