Að bera kennsl á rányrkjutímarit – upptaka og glærur

Mikið af fróðlegu efni varð til í alþjóðlegri viku opins aðgangs 23. – 29. október 2023.

Á meðal fyrirlesara sem fram komu á viðburðum vikunnar, var Helgi Sigurbjörnsson, upplýsingafræðingur á Bókasafni Menntavísindasviðs HÍ en hann hélt erindi sem bar heitið „Að bera kennsl á rányrkjutímarit“.

Fyrirlesturinn var einkar fróðlegur og leiðbeiningar og fróðleikur sem þar kom fram ætti í raun að vera skyldulesefni/áhorf hvers einasta rannsakanda. Helgi ræddi þar um hvað bæri að varast, eftir hverju ætti að líta og gaf einkar greinargott yfirlit yfir þetta fyrirbæri sem á ensku heitir „predatory journals“.

„Að gefa út í opnum aðgangi“: upptaka og glærur

Meðal efnis sem var á dagskrá í alþjóðlegri viku opins aðgangs 23. – 29. október 2023 var fyrirlestur sem bar heitið „Að gefa út í opnum aðgangi“. Margrét Gunnarsdóttir upplýsingafræðingur á Landsbókasafni-Háskólabókasafni flutti erindið og bæði glærur og upptaka eru nú aðgengilegar.

Fyrirlesturinn var einkum ætlaður þeim ungu rannsakendum og doktorsnemum sem eru að stíga sín fyrstu skref í útgáfu greina í vísindatímaritum og vilja kynna sér opinn aðgang.

Glærur af fyrirlestrinum
Upptaka af fyrirlestrinum (hefst á 1.35 mínútu)

Edinborgarháskóli og stefna um varðveislu réttinda

Einn af fyrirlesurum sem fengnir voru til að flytja erindi í viku opins aðgangs 2023 var Dominic Tate, forstöðumaður rannsóknaþjónustu við Edinborgarháskóla. Erindi hans hét „Rights Retention Policy at the University of Edinburgh, a review of the first 18 months“ og fjallaði eins og heitið gefur til kynna um varðveislu réttinda rannsakenda við Edinborgarháskóla – reynsla fyrstu 18 mánaða. Kveikjan að þeirra stefnu kom frá Harvard háskóla í Bandaríkjunum.

Það er forvitnilegt að skoða hvaða leiðir Edinborgarháskóli (og raunar fleiri háskólar í Bretlandi) hafa farið í þessum efnum.

Glærurupptaka.