Skráið ykkur á viðburði í viku opins aðgangs 23. – 29. október nk.

Samstarfshópur háskólabókavarða um opin vísindi/opinn aðgang vonast eftir góðri þátttöku íslenskra rannsakenda og annars áhugafólks í viðburðum alþjóðlegrar viku opins aðgangs 23. – 29. október nk. Við höfum fengið til liðs við okkur öfluga liðsmenn erlendis frá til að bjóða upp á fjórar vefkynningar (webinars) á TEAMS í vikunni og eina málstofu í Grósku sem einnig verður í boði á TEAMS.

Vefkynningarnar verða á ensku en málstofan fer fram á íslensku.

Smellið hér til að skoða dagskrá og skrá ykkur. Athugið að það þarf að skrá sig á hverja  kynningu fyrir sig.

Alþjóðleg vika opins aðgangs 2023: 23. – 29. október nk.

Það verður mikið lagt í viku opins aðgangs að þessu sinni. Í ár ber vikan yfirskriftina Community over Commercialization.

Samstarfshópur háskólabókavarða um opin vísindi/opinn aðgang fékk styrk úr Bókasafnasjóði í byrjun sumars til að gera þessa viku veglega úr garði. Undirbúningur stendur yfir og verður alls boðið upp á fjórar vefkynningar með erlendum fyrirlesurum og eina vinnustofu (á staðnum og yfir netið). Þetta er kjörið tækifæri fyrir íslenska rannsakendur að setja sig enn betur inn í opinn aðgang/opin vísindi.

Meðal efnis:

      • Opinn aðgangur og birtingaleyfin frá Creative Commons
      • Opin vísindi/opinn aðgangur og stefnumótun
      • Opin gögn
      • Rannsóknamat (e. research assessment)

Vikan verður auglýst vel og vandlega þegar nær dregur.