Í tilefni alþjóðlegrar viku opins aðgangs 24. – 28. október 2022

LoftslagsréttlætiNú stendur yfir alþjóðleg vika opins aðgangs, 24. – 28. október.

Að þessu sinni er þema vikunnar „loftslagsréttlæti“ (e. Climate Justice). Landvernd skýrir hugtakið á þessa leið:

Hugtakið loftslagsréttlæti gefur til kynna að loftslagsmál eru ekki bara umhverfismál, heldur verður baráttan við loftslagshamfarir alltaf að taka mið af mannréttindum, félagslegu réttlæti og jafnrétti kynja.

Opinn aðgangur varðar okkur öll – hagsmuni okkar allra. Krafan um að allir hafi aðgang að niðurstöðum rannsókna sem studdar eru af opinberu fé verður sífellt háværari. Ekki eingöngu á tímum COVID, ekki eingöngu „spari“ heldur alltaf.

Sjá grein í tilefni viku opins aðgangs: Hvíta húsið, UNESCO og endurbætt rannsóknamat.

Fjölmargar bækur, tímarit og greinar eru nú í opnum aðgangi

Að þessu sögðu er vert að hvetja yngri sem eldri rannsakendur, doktorsnema, upplýsingafræðinga og almenning til að kynna sér efni þessa vefs, opinnadgangur.is. Rannsakendur ættu sérstaklega að huga að eftirfarandi:

Paywall - the business of scholarshipLoks er tilvalið að skyggnast bak við tjöldin og skoða heimildamyndina Paywall: The Business of Scholarship. Myndin leggur áherslu á þörfina fyrir opinn aðgang að rannsóknum og vísindum. Í henni er dregið í efa réttmæti þeirra mörgu milljarða dollara á ári sem renna til akademískra útgefenda í hagnaðarskyni.

 

Vika opins aðgangs – Dagur 5

Þá er komið að lokadegi viku opins aðgangs. Í dag birtum við síðasta hlaðvarpsþátt seríunnar, þátt nr. 5, þar sem viðmælendur eru Brynja Ingadóttir og Sigríður Zoëga, báðar dósentar við Hjúkrunarfræðideild HÍ.  Þær tala um eigin reynslu af opnum aðgangi í birtingu rannsókna og þann samfélagslega  ávinning sem hlýst af opnum aðgangi almennt.

Þáttur 5. Samfélagsleg áhrif af aðgengi að rannsóknum

Munið að gerast áskrifendur að twitter reikningi opins aðgangs:

Loks mælir vinnuhópur um opinn aðgang* með heimildamyndinni https://paywallthemovie.com/

*Vinnuhópur um opinn aðgang er skipaður af stjórnendum háskólabókasafna á Íslandi. Landsbókasafn-háskólabókasafn, Bókasafn Háskólans í Reykjavík, Bókasafn Landbúnaðarháskólans, Bókasafn Háskólans á Bifröst, Bókasafn Háskólans á Akureyri og Hólum, Bókasafn Listaháskóla Íslands eiga fulltrúa í vinnuhópnum.

 

Vika opins aðgangs – Dagur 4

Nú fer að líða á seinni hluta viku opins aðgangs og í dag birtum við hlaðvarpsþátt nr. 4 þar sem upplýsingafræðingur frá Bókasafni Háskólans í Reykjavík, Irma Hrönn Martinsdóttir, kemur í spjall og talar um hvernig aðstoð doktorsnemar þurfa til að skilja varðveislu, birtingar- og útgáfumál og þau glati ekki höfundarrétti að verkum sínum.

Þáttur 4. Doktorsnemar og birtingar skv. opnum aðgangi

Pia Sigurlína Viinikka, upplýsingafræðingur á Bókasafni og upplýsingaþjónustu Háskólans á Akureyri, skrifar grein í tilefni af viku opins aðgangs 2021: Rannsóknargögn eru auðlind.