Alþjóðleg vika opins aðgangs fór fram 23. – 29. október sl. og þátttakendur víða af landinu fengu að njóta fróðlegra fyrirlestra með aðstoð TEAMS. Upptökur og glærur eru nú aðgengilegar.
Smellið hér til að skoða dagskrá upptökur og glærur.
Alþjóðleg vika opins aðgangs fór fram 23. – 29. október sl. og þátttakendur víða af landinu fengu að njóta fróðlegra fyrirlestra með aðstoð TEAMS. Upptökur og glærur eru nú aðgengilegar.
Smellið hér til að skoða dagskrá upptökur og glærur.
Samstarfshópur háskólabókavarða um opin vísindi/opinn aðgang vonast eftir góðri þátttöku íslenskra rannsakenda og annars áhugafólks í viðburðum alþjóðlegrar viku opins aðgangs 23. – 29. október nk. Við höfum fengið til liðs við okkur öfluga liðsmenn erlendis frá til að bjóða upp á fjórar vefkynningar (webinars) á TEAMS í vikunni og eina málstofu í Grósku sem einnig verður í boði á TEAMS.
Vefkynningarnar verða á ensku en málstofan fer fram á íslensku.
Smellið hér til að skoða dagskrá og skrá ykkur. Athugið að það þarf að skrá sig á hverja kynningu fyrir sig.
Það verður mikið lagt í viku opins aðgangs að þessu sinni. Í ár ber vikan yfirskriftina Community over Commercialization.
Samstarfshópur háskólabókavarða um opin vísindi/opinn aðgang fékk styrk úr Bókasafnasjóði í byrjun sumars til að gera þessa viku veglega úr garði. Undirbúningur stendur yfir og verður alls boðið upp á fjórar vefkynningar með erlendum fyrirlesurum og eina vinnustofu (á staðnum og yfir netið). Þetta er kjörið tækifæri fyrir íslenska rannsakendur að setja sig enn betur inn í opinn aðgang/opin vísindi.
Meðal efnis:
Vikan verður auglýst vel og vandlega þegar nær dregur.