Vika opins aðgangs 2020 (Open Access Week) 19.-25. október

http://openaccessweek.org/

Alþjóðleg vika opins aðgangs verður haldin nú í október í 13. skiptið. Þema vikunnar í ár er: „Open with Purpose: Taking Action to Build Structural Equity and Inclusion“ eða „Opnun með tilgangi: Grípum til aðgerða og byggjum upp jafnræði og sanngirni.

Eins og staðan er í heiminum í dag er aðgangur að þekkingu að miklu leyti háður fjármagni og ríkari þjóðir hafa betri aðgang en þær sem fátækari eru. Þemað í ár dregur athyglina að þessu.

Lesa áfram „Vika opins aðgangs 2020 (Open Access Week) 19.-25. október“

Vika opins aðgangs (Open Access Week) 21.-27. október

http://openaccessweek.org/

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn tekur þátt í alþjóðlegri viku opins aðgangs sem haldin er nú í 12. skiptið vikuna 21.-27. október. Þemað í ár er „Open for whom? Equity in Open Knowledge“ eða „Hver hefur aðgang? Þekking öllum opin“.
Tilgangur vikunnar er að efla umræðu og vitund um opinn aðgang (e. Open access) og tala fyrir að opinn aðgangur að rannsóknarniðurstöðum verði sjálfgefin en ekki undantekning.

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn mun að þessu tilefni deila fjölbreyttu fræðsluefni um opinn aðgang á heimasíðu sinni daglega þessa viku.

 

Alþjóðleg vika opins aðgangs 22. – 28. október

 

Alþjóðleg vika opins aðgangs er nú haldin í 11. skipti. Þema vikunnar í ár er „Designing Equitable Foundations for Open Knowledge“ sem á íslensku mætti útleggja sem mótun sanngjarnra grunnstoða fyrir opin vísindi. Íslensk háskólabókasöfn taka þátt í vikunni í ár með ýmsum hætti, má þar helst nefna sýningu á heimildarmyndinni Paywall: the business of scholarship en einnig með því að vekja athygli á opnum aðgangi á samfélagsmiðlum og innan veggja háskólanna. Fyrir þá sem vilja fræðast meira um opinn aðgang þá má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar á openaccess.is og einnig má benda á ýmiskonar fræðslu á heimasíðu OpenAire fyrir þá sem vilja kafa dýpra.

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn mun sýna Paywall: the business of scholarship miðvikudaginn 24. október í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu kl. 10:30-12:00.

http://openaccess.is/

http://openaccessweek.org/

https://www.openaire.eu/open-access-week-2018