Skoskir háskólar stofna sína eigin OA bókaútgáfu

Háskólinn í Glasgow
Háskólinn í Glasgow

Háskólabókasöfn í Skotlandi vinna nú að því að koma á laggirnar bókaútgáfu sem tileinkuð er opnum aðgangi, þ.e. Scottish Universities Open Access Press. Útgáfan verður í eigu þeirra háskólastofnana sem taka þátt en þær eru alls 18.

Stefnt er á að bjóða upp á hagkvæma leið til útgáfu án hagnaðarsjónarmiða. Í upphafi verður áherslan mest á rannsóknarrit, líklega aðallega í félags- og hugvísindum.

Lesa áfram „Skoskir háskólar stofna sína eigin OA bókaútgáfu“

Samið hefur verið um opinn aðgang við Karger útgáfuna

Samlag um landsaðgang að rafrænum áskriftum hefur samið við Karger útgáfuna um opinn aðgang að vísindatímaritum fyrir alla landsmenn.

Samningurinn tryggir landsaðgang að öllum rafrænum tímaritum Karger frá og með 1998. Vísindamenn á Íslandi geta birt vísindagreinar í tímaritum Karger í opnum aðgangi án þess að greiða birtingargjöld og er fjöldi greina til birtingar ótakmarkaður.

Fréttatilkynning

Leiðbeiningar um innsendingu greina til birtingar hjá Karger (á ensku).

Í samningnum felst einnig aðgangur fyrir alla landsmenn að KargerLEARN, sem er kennsluvefur með 15 netnámskeiðum sem fjalla um hagnýt atriði tengdu ritunarferli vísinda- og fræðigreina og birtingum í vísindatímaritum. Námskeiðin eru alhliða og nýtast einstaklingum á öllum fræðasviðum.

Leiðbeiningar á ensku fyrir KargerLEARN.