BerlinUP – nýr útgefandi bóka og tímarita í opnum aðgangi

Historic and modern buildings at Campus Charité Mitte BerlinUP –  Berlin Universities Publishing er nýr útgefandi bóka og tímarita í opnum aðgangi. Að útgáfunni stendur Bandalag háskóla í Berlín,  Berlin University Alliance. Bókasöfn eftirfarandi háskóla styðja framtakið:

    • Freie Universität Berlin
    • Humboldt Universität zu Berlin
    • Technische Universität Berlin
    • Charité – Universitätsmedizin Berlin.

Gefnar verða út bækur og tímarit frá háskólunum innan bandalagsins, en einnig er BerlinUP ráðgefandi um útgáfu í opnum aðgangi.

Mynd: Historic and modern buildings at Campus Charité Mitte (CCM).
By Dirk1981 – Own work, CC BY-SA 4.0

Bretland og opinn aðgangur að fræðiritum

Það er forvitnilegt að kynna sér hvað önnur Evrópulönd eru að gera varðandi opinn aðgang að fræðilegu efni. Í nýlegri grein er fjallað um stefnu Breta varðandi opinn aðgang að fræðilegum bókum sem styrktar eru af UKRI – UK Research and Innovation funding council.

UKRI kynnti nýjustu stefnu sína um opinn aðgang 6. ágúst 2021. Stefnan tekur til allra rannsókna sem ráðið styrkir og er stórt skref í átt til opins aðgang innan fræðasamfélagsins. Frá 1. janúar 2024 eiga öll fræðirit að vera gefin út í opnum aðgangi þó að eins árs birtingatöf sé leyfð. Lesa áfram „Bretland og opinn aðgangur að fræðiritum“

Breskir háskólar og stefnur um opinn aðgang

Kings College, Cambridge

Háskólinn í Edinborg gaf út nýja stefnu varðandi rannsóknarafurðir og höfundarétt í september 2021 fyrir rannsakendur sína sem  tók gildi 1. janúar 2022: Research Publications & Copyright Policy.

Háskólinn í Cambridge setti sömuleiðis nýverið af stað tilraunaverkefni, Rights retention pilot, til eins árs sem felur að mestu leyti í sér sömu stefnu og hjá Háskólanum í Edinborg. Verkefnið hófst  1. april 2022 og stendur til 31. mars 2023 og verður þá endurskoðað. Haft var til viðmiðunar n.k. sniðmát frá Harvard University en þar hafa yfirlýsingar um varðveislu réttinda akademískra höfunda verið við lýði síðan 2008.

Háskólarnir fara m.a. fram á að höfundar láti eftirfarandi klausu fylgja handriti sínu: „For the purpose of open access, the author has applied a Creative Commons Attribution (CC BY) licence to any Author Accepted Manuscript version arising from this submission“.