Ætlar þú að birta í tímariti frá Karger?

Ef þú hyggur á birtingu greinar í einu af tímaritum Karger, er vert að vekja athygli á sérstökum landssamningi við útgefandann sem gildir út árið 2023. (ATH: Uppfært – Samningurinn hefur verið framlengdur út árið 2024).

Samningurinn felur í sér að árið 2023 (og 2024 uppfært)  geta íslenskir vísindamenn sem tengjast íslenskri stofnun og vilja birta greinar í tímaritum Karger, sótt um niðurfellingu birtingagjalds (APC – article processing charge) sem og niðurfellingu viðbótarútgáfukostnaðar (Authors ChoiceTM)  að því tilskyldu að handrit þeirra séu samþykkt til birtingar.

Þetta gildir um greinar sem birtar eru í tímaritum Karger sem eru alfarið í opnum aðgangi sem og í sk. „hybrid“ tímaritum frá Karger (áskriftartímarit sem bjóða upp á birtingu greina ýmist í lokuðum eða opnum aðgangi).

Lesa nánar. 

Ritrýndar fræðibækur og kennslubækur í opnum aðgangi

DOAB (Directory of Open Access Books) heldur skrá yfir um 50.000 ritrýndar rafbækur sem gefnar eru út í opnum aðgangi.


Útgefendur eru margir, gjarnan háskólaútgáfur s.s. Cambridge University Press (223), Bristol University Press (48), Oxford University Press (244), Edinburgh University Press (78) o.fl. Efni og fræðasvið eru mýmörg. Til gamans má nefna 2 bækur sem tengjast Íslandi: Down to Earth (2020) eftir Gísla Pálsson og Útrásarvíkingar (2020) eftir Alaric Hall.

Loks má nefna að vísað er í 125 bækur í opnum aðgangi sem varða Climate change.

Open Textbook Library veitir aðgang að yfir 1150 kennslubókum á háskólastigi í opnum aðgangi. Efnissviðin eru mörg og innihalda m.a. tölvunarfræði, viðskiptafræði, heilbrigðisvísindi, kennslufræði, hugvísindi (t.d. tungumál)  og margt fleira. Open Education Network (OEN) er driffjöðrin á bak við útgáfuna.

 

Á annað hundrað bækur eru í opnum aðgangi á vef MIT Press vegna átaksins Direct to Open (D2O). 240 erlend bókasöfn styðja þetta átak og vegna þeirra eru nú á annað hundrað fræðirita aðgengileg í opnum aðgangi. Þar má meðal annars finna bókina Open Knowledge Institutions: Reinventing Universities (2021) eftir Lucy Montgomery, John Hartley, Cameron Neylon, Malcolm Gillies og Eve Gray.

Háskólinn Uniarts í Helsinki og útgáfa í opnum aðgangi

Listaháskólinn University of the Arts Helsinki (Uniarts) leggur áherslu á gagnsæi.

Háskólinn vill með útgáfu sinni auka aðgengi að listrænni þekkingu og rannsóknum sem gerðar hafa verið með opinberum stuðningi og varpa ljósi á hlutverk sitt sem auðlind sem stuðlar að umbótum í samfélaginu.

Uniarts Helsinki hefur skrifað undir eftirfarandi yfirlýsingu: Declaration for Open Science and Research 2020-2025.

Skólinn hefur skipað starfshóp um opin vísindi og rannsóknir til að stuðla að opnu aðgengi og gagnsæi. Formaður hópsins er aðstoðarrektor háskólans og ber jafnframt ábyrgð á rannsóknum.

Útgáfustefna Uniarts Helsinki um opinn aðgang

OA stefna Uniarts nær til rannsakenda, starfsmanna og nemenda  við Listaháskólann. Útgáfa efnis við skólann er í eðli sínu bæði vísindaleg og listræn. Útgáfa efnis við skólann er í eðli sínu bæði vísindaleg og listræn.

Lesa áfram „Háskólinn Uniarts í Helsinki og útgáfa í opnum aðgangi“