Er þetta upphafið að endalokunum fyrir útgefendur fræðirita?

Björn Brembs er taugalíffræðingur og prófessor við háskólann í Regensburg. Hann hefur látið til sín taka varðandi opinn aðgang/opin vísindi og liggur ekki á skoðunum sínum.

Í framhaldi af yfirlýsingu ráðherraráðs Evrópusambandins frá 23. maí 2023 er freistandi að vekja athygli á nýlegri bloggfærslu hans sem ber yfirskriftina „The Beginning Of The End For Academic Publishers?“

„This vicious cycle has been allowed to go on for so long, that more and more experts are now calling for precisely such a disruptive break. The time for small, evolutionary steps has passed and the parasitic publishing corporations have shown little willingness over the last decades even to just mitigate, let alone solve the problems caused by their extractive business models. For more than a decade, an ever-growing group of researchers have called to cut out these parasitic middle-men. It now finally seems as if our arguments have been convincing. Everything in the Council’s conclusions reiterates what the open science community has been fighting for in all this time: vendor lock-in needs to be broken, scholarly governance established and fragmenting silos replaced with interoperable, federated infrastructure.“

Ætlar þú að birta í tímariti frá Karger?

Ef þú hyggur á birtingu greinar í einu af tímaritum Karger, er vert að vekja athygli á sérstökum landssamningi við útgefandann sem gildir út árið 2023. (ATH: Uppfært – Samningurinn hefur verið framlengdur út árið 2024).

Samningurinn felur í sér að árið 2023 (og 2024 uppfært)  geta íslenskir vísindamenn sem tengjast íslenskri stofnun og vilja birta greinar í tímaritum Karger, sótt um niðurfellingu birtingagjalds (APC – article processing charge) sem og niðurfellingu viðbótarútgáfukostnaðar (Authors ChoiceTM)  að því tilskyldu að handrit þeirra séu samþykkt til birtingar.

Þetta gildir um greinar sem birtar eru í tímaritum Karger sem eru alfarið í opnum aðgangi sem og í sk. „hybrid“ tímaritum frá Karger (áskriftartímarit sem bjóða upp á birtingu greina ýmist í lokuðum eða opnum aðgangi).

Lesa nánar.