Útgáfa í opnum aðgangi: mismunandi viðskiptamódel

Myndbandið hér fyrir neðan kynnir mismunandi viðskiptamódel fyrir útgáfu í opnum aðgangi sem falla ekki undir það sem kallast „höfundurinn borgar módel“ (e. author-pays-model).

Myndbandið var framleitt af Leibniz Information Center for Science and Technology (TIB) árið 2023 og er hluti af  BMBF-styrktu verkefninu open-access.network í Þýskalandi. (BMBF = Bundesministerium für Bildung und Forschung).

Vídeóið var unnið af Helene Strauß, Jonas Hauss og Jesko Rücknagel í samvinnu við Florian Carlo Strauß.

Er þetta upphafið að endalokunum fyrir útgefendur fræðirita?

Björn Brembs er taugalíffræðingur og prófessor við háskólann í Regensburg. Hann hefur látið til sín taka varðandi opinn aðgang/opin vísindi og liggur ekki á skoðunum sínum.

Í framhaldi af yfirlýsingu ráðherraráðs Evrópusambandins frá 23. maí 2023 er freistandi að vekja athygli á nýlegri bloggfærslu hans sem ber yfirskriftina „The Beginning Of The End For Academic Publishers?“

„This vicious cycle has been allowed to go on for so long, that more and more experts are now calling for precisely such a disruptive break. The time for small, evolutionary steps has passed and the parasitic publishing corporations have shown little willingness over the last decades even to just mitigate, let alone solve the problems caused by their extractive business models. For more than a decade, an ever-growing group of researchers have called to cut out these parasitic middle-men. It now finally seems as if our arguments have been convincing. Everything in the Council’s conclusions reiterates what the open science community has been fighting for in all this time: vendor lock-in needs to be broken, scholarly governance established and fragmenting silos replaced with interoperable, federated infrastructure.“