Ráðstefna um opin vísindi

Samtökin Science Europe skipuleggja ráðstefnu um opin vísindi  18. – 19. október nk. Ráðstefnan er bæði staðbundin og í streymi frá Brussel.

Tímapunkturinn nú er mikilvægur: COVID-19 heimsfaraldurinn hefur lagt áherslu á mikilvægi opinna rannsókna og samvinnu og nokkrar nýlegar skýrslur hafa knúið áfram innleiðingu stefnu um opin vísindi (Open science) og nauðsyn þess að ræða sameiginleg gildi, grundvallargildi og staðla. Þar á meðal er lokaskýrsla Open Science Policy Platform (2020) og Recommendation on Open Science (2021) UNESCO (2021) UNESCO.

Á ráðstefnunni verður veitt ítarlegt yfirlit yfir núverandi stefnumótun, umbætur á rannsóknarmati og fjárhagslegar ráðstafanir sem styðja við umskiptin yfir í opin vísindi. Horft verður fram á við og hugað að nýjum straumum.

   • Opin vísindi og samfélag – jöfnuður
   • Opinn aðgangur  að öllum tegundum rannsókna
   • Þróun rannsóknarmats og matsaðferða
   • Aðgangur að og notkun innviða í opnum rannsóknum
   • Opnar vísindastefnur

Lesa áfram „Ráðstefna um opin vísindi“

Ráðstefnan Open Science Conference 2022, 8. – 10. mars sl.

Open Science Conference logoRáðstefnan The Open Science Conference 2022, 8. – 10. mars sl., var 9. alþjóðlega ráðstefnan af þessum toga á vegum the Leibniz Research Alliance Open Science.

Ráðstefnan er tileinkuð hreyfingunni um opin vísindi (e. open science) og er mikilvægur vettvangur fyrir rannsakendur, upplýsingafræðinga, sérfræðinga og annarra hagsmunaaðila til að ræða þróun mála varðandi „opin vísindi“. Ráðstefnustjóri var Klaus Tochtermann prófessor, ZBW Leibniz Information Centre for Economics, Þýskalandi.

Hægt er að skoða allar upptökur af fyrirlestrum ráðstefnunnar.

Fréttir af ráðstefnunni Paris Open Science Conference 4. – 5. febrúar 2022

Ráðstefnan Paris Open Science Conference  var haldin dagana 4. – 5. febrúar sl. Alls sóttu ráðstefnuna um 2000 manns en hún fór að þessu sinni alfarið fram á netinu.

Fyrirlesarar á Paris Open Science Conference

Fyrirlesarar á Paris Open Science Conference (2)

Meðal fyrirlesara voru franskir ráðherrar, forsvarsmenn háskóla í Evrópu, embættismenn frá UNESCO, forsvarsmenn rannsóknastofnana og vísinda í Evrópu og margir fleiri.

Frédérique VIDAL, franskur ráðherra háskóla, rannsókna og nýsköpunar
Frédérique VIDAL setti ráðstefnuna, franskur ráðherra háskóla, rannsókna og nýsköpunar.

Ráðstefnan var yfirgripsmikil. Mikið var fjallað um mat á rannsóknum (e. research assessment) og sömuleiðis skjalið Paris Call on Research Assessment . Texti þess var unninn af nefnd Frakka um opin vísindi  og kynntur sérstaklega á ráðstefnunni.

Lesa áfram „Fréttir af ráðstefnunni Paris Open Science Conference 4. – 5. febrúar 2022“