Fréttir af ráðstefnunni Paris Open Science Conference 4. – 5. febrúar 2022

Ráðstefnan Paris Open Science Conference  var haldin dagana 4. – 5. febrúar sl. Alls sóttu ráðstefnuna um 2000 manns en hún fór að þessu sinni alfarið fram á netinu.

Fyrirlesarar á Paris Open Science Conference

Fyrirlesarar á Paris Open Science Conference (2)

Meðal fyrirlesara voru franskir ráðherrar, forsvarsmenn háskóla í Evrópu, embættismenn frá UNESCO, forsvarsmenn rannsóknastofnana og vísinda í Evrópu og margir fleiri.

Frédérique VIDAL, franskur ráðherra háskóla, rannsókna og nýsköpunar
Frédérique VIDAL setti ráðstefnuna, franskur ráðherra háskóla, rannsókna og nýsköpunar.

Ráðstefnan var yfirgripsmikil. Mikið var fjallað um mat á rannsóknum (e. research assessment) og sömuleiðis skjalið Paris Call on Research Assessment . Texti þess var unninn af nefnd Frakka um opin vísindi  og kynntur sérstaklega á ráðstefnunni.

Lesa áfram „Fréttir af ráðstefnunni Paris Open Science Conference 4. – 5. febrúar 2022“

Glærur frá málþingi um opinn aðgang 15. nóvember 2019

Vísindafélag Íslands stóð fyrir málþingi um opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum þann 15. nóvember síðastliðinn. Haldin voru þrjú erindi á málþinginu og má nálgast glærur þeirra hér fyrir neðan:

Sara Stef. Hildardóttir – í vinnslu

Sigurgeir Finnsson – Opinn aðgangur: útgáfa, kostnaður og aðgangur að fræðigreinum

Sigurbjörg Jóhannesdóttir – Hönnun opinnar rannsóknarmenningar

Upptaka frá málþinginu