Lokayfirlýsing 16. Berlínarráðstefnunnar 2023

Sextánda Berlínarráðstefnan um opinn aðgang var haldin í Berlín 6. – 7. júní 2023.

Þátttakendur komu frá 38 löndum og sex heimsálfum. Þar á meðal voru vísinda- og fræðimenn, ráðherrar menntamála og rannsókna, styrkveitendur, leiðtogar háskóla og rannsóknastofnana og fulltrúar bókasafna og bókasafnasamlaga.

Í lokayfirlýsingu ráðstefnunnar kom eftirfarandi fram:

      • Umskiptin yfir í opinn aðgang á heimsvísu verða að gerast hraðar.
      • Ójöfnuður er ósamrýmanlegur fræðilegri útgáfu.
      • Akademísk sjálfstjórn er nauðsynleg í fræðilegri útgáfu.
      • Virkja þarf að fullu val höfunda og réttindi þeirra.

Ennfremur segir í yfirlýsingunni:
Útgefendur geta endurheimt traust okkar á skuldbindingu þeirra varðandi heilindi í fræðilegum samskiptum með því að vinna með öllum meðlimum alþjóðlegs rannsóknarsamfélags til að koma á fullkomnum og tafarlausum opnum aðgangi í samræmi við atriðin hér að ofan.

Science Europe: Conference on Open Science 18. og 19. október 2022

Hin árlega ráðstefna Science Europe, Conference on Open Science. verður haldin dagana 18. og 19. október 2022.

Ráðstefnunni er ætlað að leiða saman leiðtoga innan stofnana, vísindamenn/rannsakendur á öllum stigum síns ferils og sérfræðinga á þessu sviði.  Vert er að hvetja alla þá sem hafa áhuga á þessum málum að fylgjast með.

Skráning er ókeypis og verður ráðstefnunni streymt í beinni frá Brussel.

Efni ráðstefnunnar má setja fram í tveimur spurningum:

    • Erum við tilbúin að innlima opin vísindi sem viðtekna venju í rannsóknum
    • Hvernig tryggjum við að það verði sanngjörn umskipti?

Til að leita svara við spurningunum mun ráðstefnan veita yfirgripsmikið yfirlit yfir hagnýt og stefnumótandi frumkvæði á sviði opinna vísinda; fjallað verður um umbætur á mati á rannsóknum og fjármálaaðgerðir sem styðja við umskipti yfir í opin vísindi. Einnig verður horft fram á við til nýrra strauma og stefna.

Hér má finna dagskrá ráðstefnunnar.