Science Europe: Conference on Open Science 18. og 19. október 2022

Hin árlega ráðstefna Science Europe, Conference on Open Science. verður haldin dagana 18. og 19. október 2022.

Ráðstefnunni er ætlað að leiða saman leiðtoga innan stofnana, vísindamenn/rannsakendur á öllum stigum síns ferils og sérfræðinga á þessu sviði.  Vert er að hvetja alla þá sem hafa áhuga á þessum málum að fylgjast með.

Skráning er ókeypis og verður ráðstefnunni streymt í beinni frá Brussel.

Efni ráðstefnunnar má setja fram í tveimur spurningum:

    • Erum við tilbúin að innlima opin vísindi sem viðtekna venju í rannsóknum
    • Hvernig tryggjum við að það verði sanngjörn umskipti?

Til að leita svara við spurningunum mun ráðstefnan veita yfirgripsmikið yfirlit yfir hagnýt og stefnumótandi frumkvæði á sviði opinna vísinda; fjallað verður um umbætur á mati á rannsóknum og fjármálaaðgerðir sem styðja við umskipti yfir í opin vísindi. Einnig verður horft fram á við til nýrra strauma og stefna.

Hér má finna dagskrá ráðstefnunnar.

Ráðstefna um opin vísindi

Samtökin Science Europe skipuleggja ráðstefnu um opin vísindi  18. – 19. október nk. Ráðstefnan er bæði staðbundin og í streymi frá Brussel.

Tímapunkturinn nú er mikilvægur: COVID-19 heimsfaraldurinn hefur lagt áherslu á mikilvægi opinna rannsókna og samvinnu og nokkrar nýlegar skýrslur hafa knúið áfram innleiðingu stefnu um opin vísindi (Open science) og nauðsyn þess að ræða sameiginleg gildi, grundvallargildi og staðla. Þar á meðal er lokaskýrsla Open Science Policy Platform (2020) og Recommendation on Open Science (2021) UNESCO (2021) UNESCO.

Á ráðstefnunni verður veitt ítarlegt yfirlit yfir núverandi stefnumótun, umbætur á rannsóknarmati og fjárhagslegar ráðstafanir sem styðja við umskiptin yfir í opin vísindi. Horft verður fram á við og hugað að nýjum straumum.

      • Opin vísindi og samfélag – jöfnuður
      • Opinn aðgangur  að öllum tegundum rannsókna
      • Þróun rannsóknarmats og matsaðferða
      • Aðgangur að og notkun innviða í opnum rannsóknum
      • Opnar vísindastefnur

Lesa áfram „Ráðstefna um opin vísindi“