Open Science Festival 31. ágúst 2023 – Rotterdam, Hollandi

Hollendingar hafa gert marga góða hluti varðandi opin vísindi/opinn aðgang undanfarin ár og það hefur verið fróðlegt að fylgjast með þeim.

Þann 31. ágúst 2023 var haldið sk. Open Science Festival í Rotterdam sem nú er orðinn árviss viðburður. Hægt er að sjá og heyra upptöku frá opnun viðburðarins „Plenary Opening“ og  „Open Science Together and Plenary Closing“.

Við opnunina var m.a.  spurt „What are your main drivers to be involved in open science?“ Gestir svöruðu þessu á netinu. Hér má sjá dæmi um nokkur svör: Lesa áfram „Open Science Festival 31. ágúst 2023 – Rotterdam, Hollandi“

Lokayfirlýsing 16. Berlínarráðstefnunnar 2023

Sextánda Berlínarráðstefnan um opinn aðgang var haldin í Berlín 6. – 7. júní 2023.

Þátttakendur komu frá 38 löndum og sex heimsálfum. Þar á meðal voru vísinda- og fræðimenn, ráðherrar menntamála og rannsókna, styrkveitendur, leiðtogar háskóla og rannsóknastofnana og fulltrúar bókasafna og bókasafnasamlaga.

Í lokayfirlýsingu ráðstefnunnar kom eftirfarandi fram:

      • Umskiptin yfir í opinn aðgang á heimsvísu verða að gerast hraðar.
      • Ójöfnuður er ósamrýmanlegur fræðilegri útgáfu.
      • Akademísk sjálfstjórn er nauðsynleg í fræðilegri útgáfu.
      • Virkja þarf að fullu val höfunda og réttindi þeirra.

Ennfremur segir í yfirlýsingunni:
Útgefendur geta endurheimt traust okkar á skuldbindingu þeirra varðandi heilindi í fræðilegum samskiptum með því að vinna með öllum meðlimum alþjóðlegs rannsóknarsamfélags til að koma á fullkomnum og tafarlausum opnum aðgangi í samræmi við atriðin hér að ofan.