Ráðstefnan Open Science Conference 2022, 8. – 10. mars sl.

Open Science Conference logoRáðstefnan The Open Science Conference 2022, 8. – 10. mars sl., var 9. alþjóðlega ráðstefnan af þessum toga á vegum the Leibniz Research Alliance Open Science.

Ráðstefnan er tileinkuð hreyfingunni um opin vísindi (e. open science) og er mikilvægur vettvangur fyrir rannsakendur, upplýsingafræðinga, sérfræðinga og annarra hagsmunaaðila til að ræða þróun mála varðandi „opin vísindi“. Ráðstefnustjóri var Klaus Tochtermann prófessor, ZBW Leibniz Information Centre for Economics, Þýskalandi.

Hægt er að skoða allar upptökur af fyrirlestrum ráðstefnunnar.