Alþjóðleg ráðstefna nr. 2 um Diamond Open Access

Komin er út skýrsla um alþjóðlega ráðstefnu nr. 2 um  Diamond Open Access,  sem haldin var 25. – 26. október 2023 í Toluca, Mexíkó. Ráðstefnuna héldu Science Europe, COAlition S, OPERAS og franska rannsóknamiðstöðin (ANR) og var hún jafnframt hluti vikulangs alþjóðlegs þings um Diamond Open Access 23. – 27. október.

Á þessu alþjóðlega þingi komu saman 688 þátttakendur frá 75 löndum; þar á meðal vísindamenn, ritstjórar, fulltrúar háskóla, aðilar frá stofnunum sem fjármagna rannsóknir, fulltrúar bókasafna, fræðafélaga og stefnumótendur.

Þingið fór fram bæði á staðnum og í gegnum netið.

Ráðstefnan sjálf beindist sérstaklega að fimm lykilþáttum: Innviðum, stefnumótun, stjórnun, rannsóknarmati og viðurkenningu sem og sjálfbærni.

Áhugasamir geta nálgast skýrsluna hér: 2nd Diamond Open Access Conference Report.

******************************************

Diamond open access: Demantaleiðin – opinn aðgangur að vísindagreinum þar sem hvorki leggjast þjónustugjöld á höfunda né styrkveitendur vegna birtinga.