Írland vaktar fræðilegt efni í opnum aðgangi

Írar eru komnir vel á veg með að setja upp sk. Open Access Monitor (vaktara) í samvinnu við OpenAIRE þar sem þeir vakta allt sitt fræðilega efni og hlutfall þess í opnum aðgangi.

Þetta tól er afar öflugt og byggir á hugbúnaði frá OpenAire: OpenAire Graph. 

Valmöguleikarnir varðandi greiningu eru ótal margir og gagnvirkir og veita mýmörg tækifæri til að skoða og meta hver staðan er hjá Írum varðandi efni í opnum aðgangi.

Myndbandið hér fyrir neðan, vefkynning frá 20. mars 2024, gefur greinargóða mynd af möguleikunum. Bein kynning á írska vaktaranum hefst á 13. mínútu.

Áhugasamir geta skoðað vaktarann hér:
https://oamonitor.ireland.openaire.eu