„We so loved open access“ – ný bók frá SciELO

SciELO -Scientific electronic library online – er 25 ára.  Af því tilefni er komin út bókin We so loved open access. Að sjálfsögðu í opnum aðgangi.

SciELO var stofnað seint á tíunda áratugnum þegar hugmyndin um ókeypis aðgang að fræðilegu efni fór að taka á sig mynd, jafnvel áður en hugtakið „opinn aðgangur“ kom til sögunnar.

Á þeim tíma var aðgangur að fræðiritum takmarkaður og kostnaðarsamur, bundinn við háskólabókasöfn og þau rit/tímarit sem bókasöfnin voru áskrifendur að.

Með tilkomu veraldarvefsins varð rafrænn aðgangur að fræðilegum upplýsingum tæknilega mögulegur og opnaði leið fyrir víðtækari og hraðari miðlun vísindarita. Hins vegar var útgáfa sem miðaðist við takmarkaðan aðgang enn ráðandi.

Í þessari bók er tilurð og þróun hreyfingarinnar um opinn aðgangs kannaður frá sjónarhóli þeirra einstaklinga sem tóku virkan þátt í henni. Þessir frumkvöðlar opins aðgangs deila reynslu sinni, árangri, samstarfi og framtíðarsýn í tilefni af 25 ára afmæli SciELO.

Með útgáfu þessarar bókar er brautryðjendastarfi þeirra sýnd virðing og sómi sýndur því mikilvæga hlutverki sem SciELO gegnir með stuðningi sínum við opinn aðgang. SciELO hefur einnig varpað ljósi á heimssvæði sem áður áttu undir högg að sækja í alþjóðlegum samskiptum fræðimanna en sem  hafa hlotið sinn sess. Þannig hefur SciELO styrkt hreyfinguna um opinn aðgang á færsælli 25 ára vegferð.