LIBER: Þjónusta og stuðningur á vegum bókasafna við stjórnun rannsóknagagna

LIBER (Ligue des Bibliothèques Européennes de Recherche – Association of European Research Libraries) hefur gefið út skýrslu um „Open Science services by Research Libraries – organisational perspectives.“

Mörg rannsóknarbókasöfn í Evrópu veita þjónustu á sviði opinna vísinda varðandi stjórnun rannsóknagagna (RDM – Research Data Management) og opins aðgangs (OA – Open Access). Hins vegar er talið að allt að helmingur evrópskra rannsóknabókasafna veiti aðeins takmarkaða þjónustu á þessum sviðum.

LIBER  og ADBU (fr. Association des directeurs et personnels de direction des bibliothèques universitaires et de la documentation) gerðu rannsókn til að kanna skipulag og hæfni sem þarf til að halda úti slíkri þjónustu.

Sömuleiðis er komin út verkfærakista (e. tool kit) sem ber heitið „Research Data Management Support Services by Libraries“ – A LIBER/ADBU Toolkit
til að hvetja til þróunar á stjórnun rannsóknagagna (e. RDM) og þjónustu varðandi opinn aðgang (e. OA)  í rannsóknarbókasöfnum í Evrópu.