Háskólinn í Utrecht með nýja OA stefnu

Háskólinn í Utrecht, Hollandi

Ný stefna um opinn aðgang hjá háskólanum í Utrecht, Hollandi.

Framkvæmdastjórn háskólans í Utrecht hefur samþykkt nýja OA-stefnu um útgáfu rannsóknaafurða í skólanum: Gert er ráð fyrir að vísindamenn skólans gefi út allt sitt efni (tímaritsgreinar, bókakafla og bækur)  í opnum aðgangi.

Með því að gera niðurstöður rannsókna sýnilegri eykst gagnsæi, notagildi og endurnýting þessara niðurstaðna. Auk þess ýtir það undir samfélagsleg áhrif rannsókna.

Hvað þýðir þetta fyrir vísindamenn háskólans í Utrecht? Sjá nánar.

Mynd: Floor Fotografie, CC BY-SA 4.0 

Skoskir háskólar stofna sína eigin OA bókaútgáfu

Háskólinn í Glasgow
Háskólinn í Glasgow

Háskólabókasöfn í Skotlandi vinna nú að því að koma á laggirnar bókaútgáfu sem tileinkuð er opnum aðgangi, þ.e. Scottish Universities Open Access Press. Útgáfan verður í eigu þeirra háskólastofnana sem taka þátt en þær eru alls 18.

Stefnt er á að bjóða upp á hagkvæma leið til útgáfu án hagnaðarsjónarmiða. Í upphafi verður áherslan mest á rannsóknarrit, líklega aðallega í félags- og hugvísindum.

Lesa áfram „Skoskir háskólar stofna sína eigin OA bókaútgáfu“

Háskóli Íslands og Landsbókasafn efla opin vísindi

Nýr og endurskoðaður samstarfssamningur var undirritaður á milli Háskóla Íslands og Landbókasafns-Háskólabókasafns fyrir skömmu, sem varðaði m.a. opin vísindi og opinn aðgang:

„Meðal áhersluatriða er að efla samstarf samningsaðila, vinna að markmiðum stjórnvalda um opinn aðgang að rannsóknaritum og rannsóknagögnum og að safnið komi á fót rannsóknaþjónustu fyrir háskólasamfélagið, m.a. til að miðla upplýsingum um opin vísindi og auðvelda birtingar í opnum aðgangi. Þá er áhersla á að efla upplýsingalæsi meðal nemenda og bæta aðgengi að rafrænum safnkosti m.a. í kennslukerfi skólans.“

Nánar hér og hér.