„Opin þekking“ – leiðir til uppbyggingar og þróunar

Kort af Evrópu: Hayden120MaGa, CC BY-SA 3.0 af vef Wikimedia Commons.

Áhrif opins aðgangs á þekkingu, ekki bara innan háskólastigsins heldur einnig hjá hinu opinbera og í stefnumótun stofnana, má í stórum dráttum þakka viðleitni tveggja hópa þ.e. upplýsingafræðinga og rannsakenda. Framganga þeirra í tengslum við opinn aðgang  (e. OA), opna menntun (e. OE) og opin vísindi (OS) hefur umbreytt kennslu rannsókna, framkvæmd þeirra og miðlun.

Um þetta má lesa nánar í  eftirfarandi könnunarrannsókn en pistill þessi er lauslega þýtt ágrip rannsóknarinnar:

Santos-Hermosa, G., & Atenas, J. (2022). Building capacities in open knowledge: Recommendations for library and information science professionals and schools. Frontiers in Education, 7 doi:10.3389/feduc.2022.866049
Lesa áfram „„Opin þekking“ – leiðir til uppbyggingar og þróunar“

Ábendingar til íslenskra háskóla

Fyrir stuttu birtist pistill hér á síðunni um Edinborgarháskóla og háskólann í Cambridge og nálgun þeirra varðandi opinn aðgang sem væri vissulega forvitnilegt fyrir íslenska háskóla að skoða.

Nú hefur cOAlition S tekið þetta skrefi lengra og rætt við Niamh Tumelty, yfirmann Open Research Services við University of Cambridge. Viðtalið má sjá í greininni:  How to make it right: a Rights Retention Pilot by the University of Cambridge ahead of shaping a full institutional policy.

Í lok viðtalsins var Niamh  spurður um þrjú helstu ráðin fyrir aðra háskóla sem hyggjast taka upp svipaða stefnu um opinn aðgang: Svör hans voru á þessa leið:
Lesa áfram „Ábendingar til íslenskra háskóla“

Breskir háskólar og stefnur um opinn aðgang

Kings College, Cambridge

Háskólinn í Edinborg gaf út nýja stefnu varðandi rannsóknarafurðir og höfundarétt í september 2021 fyrir rannsakendur sína sem  tók gildi 1. janúar 2022: Research Publications & Copyright Policy.

Háskólinn í Cambridge setti sömuleiðis nýverið af stað tilraunaverkefni, Rights retention pilot, til eins árs sem felur að mestu leyti í sér sömu stefnu og hjá Háskólanum í Edinborg. Verkefnið hófst  1. april 2022 og stendur til 31. mars 2023 og verður þá endurskoðað. Haft var til viðmiðunar n.k. sniðmát frá Harvard University en þar hafa yfirlýsingar um varðveislu réttinda akademískra höfunda verið við lýði síðan 2008.

Háskólarnir fara m.a. fram á að höfundar láti eftirfarandi klausu fylgja handriti sínu: „For the purpose of open access, the author has applied a Creative Commons Attribution (CC BY) licence to any Author Accepted Manuscript version arising from this submission“.