Kanada: Kennslubækur og námsgögn í opnum aðgangi

Kennslubækur í opnum aðgangi – British Columbia, Kanada

Eitt af því sem blómstrað hefur undanfarin ár, er útgáfa kennslubóka í opnum aðgangi í ýmsum löndum. Það hefur sparað nemendum ómældar fjárhæðir og veitt háskólum möguleika á sveigjanlegu efni sem má aðlaga, þar sem vel skilgreind notkunarleyfi auðvelda málin.

Lesa áfram „Kanada: Kennslubækur og námsgögn í opnum aðgangi“

N8 háskólarnir á Englandi og varðveisla réttinda

„N8“ stendur fyrir samstarf átta mikilvægra rannsóknaháskóla á Norður-Englandi, þ.e. háskólanna í Durham, Lancaster, Leeds, Liverpool, Manchester, Newcastle, Sheffield og York.

Þessir háskólar hafa gert með sér mikilvægt samkomulag um varðveislu höfundaréttinda sinna rannsakenda þegar rannsóknaafurðir þeirra eru birtar.

Háskólarnir hafa gefið út yfirlýsingu þar sem hægt er að kynna sér hvernig þeir vilja standa að varðveislu höfundaréttinda: How does rights retention work?

Nánar um yfirlýsinguna.

Til að gera langa sögu stutta, þá mælir N8 yfirlýsingin eindregið með því að vísindamenn flytji ekki sjálfkrafa hugverkaréttindi sín til útgefenda og noti yfirlýsinguna um varðveislu réttinda að staðaldri í samskiptum við útgefendur.

Nýr sjóður fyrir OA útgáfu í Háskólanum í Cambridge

Háskólinn í Cambridge hefur stofnað nýjan sjóð til að styrkja rannsakendur við skólann til að gefa út rannsóknarniðurstöður sínar í opnum aðgangi, hafi þeir ekki aðgang að öðrum fjárhagslegum stuðningi. Þannig geta vísindamenn notað sjóðinn til að greiða svokölluð APC gjöld (article processing charge) ef nauðsyn krefur, fyrir rannsóknir sínar í tímaritum sem veita opinn aðgang.

Anne Ferguson-Smith, prófessor við Háskólann í Cambridge:

„Þetta er mikilvægt skref í að tryggja að allir vísindamenn háskólans í Cambridge geti valið gullnu leiðina í opnum aðgangi. Við erum stolt af stofnun þessa sjóðs sem mun einkum nýtast fræðimönnum snemma á starfsferli sínum sem og öðrum fræðimönnum í háskólanum sem ekki eiga rétt á slíkum stuðningi frá öðrum styrkveitendum.“

Sjá nánar: A new institutional open access fund for the University of Cambridge.