COVID rannsóknir opnar – en hversu lengi?

Covid research articles and paywallsSumir halda því fram að vísindagreinar sem gerðar voru aðgengilegar ókeypis meðan á heimsfaraldrinum stóð séu að einhverju leyti að hverfa á bak við gjaldveggi (e. paywalls). Svo virðist þó ekki vera – ennþá…

Í upphafi COVID-19 heimsfaraldursins brugðust útgefendur vísindatímarita skjótt við og gerðu rannsóknir sem tengdust faraldrinum aðgengilegar ókeypis – tímabundið að minnsta kosti. Rannsóknir í tengslum við sjúkdóminn eða vírusinn SARS-CoV-2 yrðu ókeypis „að minnsta kosti meðan faraldurinn varir,“  eins og fram kom í yfirlýsingu útgefenda áskriftatímarita 31. janúar 2020, einungis degi eftir að  Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti því yfir að nýi kórónaveirufaraldurinn væri bráð ógn við lýðheilsuna sem varðaði þjóðir heims.

Nú er heimsfaraldurinn á þriðja ári og fregnir berast um að nú líði að lokum ókeypis aðgangs að COVID-19 rannsóknum. Ef svo er, bendir það til þess að útgefendur hafi ákveðið að COVID-19 neyðarástandinu sé lokið áður en heilbrigðisyfirvöld heimsins hafa gert það. En er svo í raun?

Richard Van Noorden, ritstjóri hjá tímaritinu Nature kynnti sér málið. (Þess má geta að fréttateymi Nature er ritstjórnarlega óháð Springer Nature, útgefanda þess.) Lesa áfram „COVID rannsóknir opnar – en hversu lengi?“

Nýr sjóður fyrir OA útgáfu í Háskólanum í Cambridge

Háskólinn í Cambridge hefur stofnað nýjan sjóð til að styrkja rannsakendur við skólann til að gefa út rannsóknarniðurstöður sínar í opnum aðgangi, hafi þeir ekki aðgang að öðrum fjárhagslegum stuðningi. Þannig geta vísindamenn notað sjóðinn til að greiða svokölluð APC gjöld (article processing charge) ef nauðsyn krefur, fyrir rannsóknir sínar í tímaritum sem veita opinn aðgang.

Anne Ferguson-Smith, prófessor við Háskólann í Cambridge:

„Þetta er mikilvægt skref í að tryggja að allir vísindamenn háskólans í Cambridge geti valið gullnu leiðina í opnum aðgangi. Við erum stolt af stofnun þessa sjóðs sem mun einkum nýtast fræðimönnum snemma á starfsferli sínum sem og öðrum fræðimönnum í háskólanum sem ekki eiga rétt á slíkum stuðningi frá öðrum styrkveitendum.“

Sjá nánar: A new institutional open access fund for the University of Cambridge.

Hvíta húsið og opinn aðgangur

Fréttir varðandi opinn aðgang frá Hvíta húsinu í Washington:

Fimmtudaginn 25. ágúst 2022 uppfærði skrifstofa vísindi og tækni Hvíta hússins stefnu sína um niðurstöður rannsókna. Nú þarf strax að gera niðurstöður rannsókna sem studdar eru af almannafé aðgengilegar bandarískum almenningi án birtingatafa (embargo) og kostnaðar.

Allar stofnanir hins opinbera munu innleiða þessar uppfærðu leiðbeiningar að fullu og þar með binda enda á 12 mánaða birtingatöf (sem var valkvæð), eigi síðar en 31. desember 2025.

Í þessu samhengi er vitnað er til orða Bidens Bandaríkjaforseta frá 2016 þegar hann var varaforseti:

“Right now, you work for years to come up with a significant breakthrough, and if you do, you get to publish a paper in one of the top journals, For anyone to get access to that publication, they have to pay hundreds, or even thousands, of dollars to subscribe to a single journal. And here’s the kicker — the journal owns the data for a year. The taxpayers fund $5 billion a year in cancer research every year, but once it’s published, nearly all of that taxpayer-funded research sits behind walls. Tell me how this is moving the process along more rapidly.”