„Opin þekking“ – leiðir til uppbyggingar og þróunar

Kort af Evrópu: Hayden120MaGa, CC BY-SA 3.0 af vef Wikimedia Commons.

Áhrif opins aðgangs á þekkingu, ekki bara innan háskólastigsins heldur einnig hjá hinu opinbera og í stefnumótun stofnana, má í stórum dráttum þakka viðleitni tveggja hópa þ.e. upplýsingafræðinga og rannsakenda. Framganga þeirra í tengslum við opinn aðgang  (e. OA), opna menntun (e. OE) og opin vísindi (OS) hefur umbreytt kennslu rannsókna, framkvæmd þeirra og miðlun.

Um þetta má lesa nánar í  eftirfarandi könnunarrannsókn en pistill þessi er lauslega þýtt ágrip rannsóknarinnar:

Santos-Hermosa, G., & Atenas, J. (2022). Building capacities in open knowledge: Recommendations for library and information science professionals and schools. Frontiers in Education, 7 doi:10.3389/feduc.2022.866049
Lesa áfram „„Opin þekking“ – leiðir til uppbyggingar og þróunar“

Opinn aðgangur og hremmingar heimsins

Ebólavírus

Ef eitthvað má læra af heimsfaraldri og kreppuástandi í kjölfarið er það án efa hversu miklu máli skiptir að hafa opinn aðgang að upplýsingum. Þegar samfélög og hagkerfi heimsins verða fyrir slíkum skakkaföllum sem COVID-19 hefur valdið, þarf aðgangur að staðreyndum og tölum að vera greiður. Við þurfum að vita hvað er að gerast í heiminum; við þurfum aðgang að þekkingu sem gerir sérfræðingum okkar kleift að leita lausna til að koma okkur út úr ástandinu.
Lesa áfram „Opinn aðgangur og hremmingar heimsins“