Hrópandi vandamál varðandi vísindarannsóknir

Úr greininni The gaping problem at the heart of scientific research.

Búið er að sanna hvers virði opinn aðgangur er. Ávinningurinn er augljós.

Vísindastofnanir frá þjóðum eins og Bretlandi, Ástralíu, Ítalíu, Bandaríkjunum og Brasilíu kölluðu eftir því að útgefendur gerðu kórónaveirurannsóknir tafarlaust aðgengilegar í opnum aðgangi og þeir gerðu það flestir.

En einmitt það að þurfa að kalla eftir því að rannsóknir verði aðgengilegar í miðju neyðarástandi á heimsvísu sýnir hversu meingallað núverandi útgáfukerfi er. Það að gera rannsóknir strax aðgengilegar ókeypis ásamt notkun á opnu útgáfuleyfi, er þekkt sem „opinn aðgangur’ og er sannarlega „heitt“ umræðuefni í vísindum. Lesa áfram „Hrópandi vandamál varðandi vísindarannsóknir“

Opin aðgangur og sjálfstæðir rannsakendur

Hér fyrir neðan má sjá erindi sem Sigurgeir Finnsson upplýsingafræðingur flutti á afmælismálþingi Reykjavíkurakademíunnar, föstudaginn 4. nóvember 2022. Erindið bar yfirskriftina „Opinn aðgangur? Útgáfa, kostnaður og aðgangur að vísindaefni“. Þar kemur Sigurgeir inn á hvernig opinn aðgangur snýr að sjálfstæðum rannsakendum.

COVID rannsóknir opnar – en hversu lengi?

Covid research articles and paywallsSumir halda því fram að vísindagreinar sem gerðar voru aðgengilegar ókeypis meðan á heimsfaraldrinum stóð séu að einhverju leyti að hverfa á bak við gjaldveggi (e. paywalls). Svo virðist þó ekki vera – ennþá…

Í upphafi COVID-19 heimsfaraldursins brugðust útgefendur vísindatímarita skjótt við og gerðu rannsóknir sem tengdust faraldrinum aðgengilegar ókeypis – tímabundið að minnsta kosti. Rannsóknir í tengslum við sjúkdóminn eða vírusinn SARS-CoV-2 yrðu ókeypis „að minnsta kosti meðan faraldurinn varir,“  eins og fram kom í yfirlýsingu útgefenda áskriftatímarita 31. janúar 2020, einungis degi eftir að  Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti því yfir að nýi kórónaveirufaraldurinn væri bráð ógn við lýðheilsuna sem varðaði þjóðir heims.

Nú er heimsfaraldurinn á þriðja ári og fregnir berast um að nú líði að lokum ókeypis aðgangs að COVID-19 rannsóknum. Ef svo er, bendir það til þess að útgefendur hafi ákveðið að COVID-19 neyðarástandinu sé lokið áður en heilbrigðisyfirvöld heimsins hafa gert það. En er svo í raun?

Richard Van Noorden, ritstjóri hjá tímaritinu Nature kynnti sér málið. (Þess má geta að fréttateymi Nature er ritstjórnarlega óháð Springer Nature, útgefanda þess.) Lesa áfram „COVID rannsóknir opnar – en hversu lengi?“