Til umhugsunar: Aðgengi og aðgengileiki

Vefurinn arXiv.org hefur verið brautryðjandi í tengslum við opinn aðgang í meira en 30 ár og fjarlægt ýmis konar hindranir fyrir rannsóknagreinar. Engir greiðsluveggir eða gjöld og ekki þarf innskráningu til að lesa greinar. Þessi nálgun – sem veitir rannsakendum hámarksstjórn á birtingu niðurstaðna sinna og sýnileika – umbreytti rannsóknarferlinu og varð upphaf að hreyfingunni um opinn aðgang.

Aðgengi er hins vegar ekki það sama og aðgengileiki þ.e. að tryggja aðgengi óháð fötlun. Langflestar rannsóknargreinar,  sem birtar eru í hvaða tímariti sem er og á hvaða vettvangi sem er,  uppfylla ekki grunnstaðla varðandi aðgengileika.

Á árinu 2022 stóð arXiv fyrir ítarlegri notendarannsókn til að ákvarða umfang vandans, meta mótvægisaðgerðir sem í gangi eru og skoða lausnir. Niðurstöðurnar, sem unnar voru af starfsfólki arXiv, aðgengissérfræðingum og arXiv lesendum og höfundum sem nota hjálpartækni, eru birt á arXiv á PDF-sniði  og HTML-sniði. Lesa áfram „Til umhugsunar: Aðgengi og aðgengileiki“

Hrópandi vandamál varðandi vísindarannsóknir

Úr greininni The gaping problem at the heart of scientific research.

Búið er að sanna hvers virði opinn aðgangur er. Ávinningurinn er augljós.

Vísindastofnanir frá þjóðum eins og Bretlandi, Ástralíu, Ítalíu, Bandaríkjunum og Brasilíu kölluðu eftir því að útgefendur gerðu kórónaveirurannsóknir tafarlaust aðgengilegar í opnum aðgangi og þeir gerðu það flestir.

En einmitt það að þurfa að kalla eftir því að rannsóknir verði aðgengilegar í miðju neyðarástandi á heimsvísu sýnir hversu meingallað núverandi útgáfukerfi er. Það að gera rannsóknir strax aðgengilegar ókeypis ásamt notkun á opnu útgáfuleyfi, er þekkt sem „opinn aðgangur’ og er sannarlega „heitt“ umræðuefni í vísindum. Lesa áfram „Hrópandi vandamál varðandi vísindarannsóknir“

Opin aðgangur og sjálfstæðir rannsakendur

Hér fyrir neðan má sjá erindi sem Sigurgeir Finnsson upplýsingafræðingur flutti á afmælismálþingi Reykjavíkurakademíunnar, föstudaginn 4. nóvember 2022. Erindið bar yfirskriftina „Opinn aðgangur? Útgáfa, kostnaður og aðgangur að vísindaefni“. Þar kemur Sigurgeir inn á hvernig opinn aðgangur snýr að sjálfstæðum rannsakendum.