PME færir sig frá Springer Nature til Ubiquity Press

Það telst til tíðinda þegar alþjóðlegt tímarit eins og Perspectives on Medical Education (PME) flytur sig frá stórum hefðbundnum útgefanda eins og Springer Nature yfir í fullkomlega opinn aðgang hjá útgefandanum Ubiquity Press.

Frá því tímaritið var fyrst sett á markað fyrir 40 árum síðan hefur það reynt að laga sig að síbreytilegu umhverfi. Skipt var úr hollensku yfir í ensku og breytt yfir í opinn aðgang árið 2012. PME er orðið topptímarit á sínu sviði og hafði áhrifastuðulinn (e. impact factor) 4,113 árið 2022 og fimm ára áhrifastuðul 4,086.

Dr. Erik Driessen og Lauren Maggio, aðalritstjóri og staðgengill aðalritstjóra PME útskýra þetta á eftirfarandi hátt: „Ritnefnd okkar ákvað árið 2022 að nauðsynlegt væri að færa tímaritið yfir til opins útgefanda til að tryggja að tímaritið væri í takt við okkar kjarnaviðhorf og gildi, þar á meðal gagnsæi og aðgengi. Flutningurinn til Ubiquity Press hefur ekki aðeins tryggt þetta, heldur hefur PME nú pláss fyrir fleiri útgáfur.

Nánar hér.

Lauslega þýtt:
STM Publishing News (8. febrúar 2023). Perspectives on Medical Education transfers publishers to ]u[ Ubiquity Press. STM-Publishing.com. Sótt 27. febrúar, 2023. 

Ritrýndar fræðibækur og kennslubækur í opnum aðgangi

DOAB (Directory of Open Access Books) heldur skrá yfir um 50.000 ritrýndar rafbækur sem gefnar eru út í opnum aðgangi.


Útgefendur eru margir, gjarnan háskólaútgáfur s.s. Cambridge University Press (223), Bristol University Press (48), Oxford University Press (244), Edinburgh University Press (78) o.fl. Efni og fræðasvið eru mýmörg. Til gamans má nefna 2 bækur sem tengjast Íslandi: Down to Earth (2020) eftir Gísla Pálsson og Útrásarvíkingar (2020) eftir Alaric Hall.

Loks má nefna að vísað er í 125 bækur í opnum aðgangi sem varða Climate change.

Open Textbook Library veitir aðgang að yfir 1150 kennslubókum á háskólastigi í opnum aðgangi. Efnissviðin eru mörg og innihalda m.a. tölvunarfræði, viðskiptafræði, heilbrigðisvísindi, kennslufræði, hugvísindi (t.d. tungumál)  og margt fleira. Open Education Network (OEN) er driffjöðrin á bak við útgáfuna.

 

Á annað hundrað bækur eru í opnum aðgangi á vef MIT Press vegna átaksins Direct to Open (D2O). 240 erlend bókasöfn styðja þetta átak og vegna þeirra eru nú á annað hundrað fræðirita aðgengileg í opnum aðgangi. Þar má meðal annars finna bókina Open Knowledge Institutions: Reinventing Universities (2021) eftir Lucy Montgomery, John Hartley, Cameron Neylon, Malcolm Gillies og Eve Gray.

ESB: Tafarlaus opinn aðgangur að fræðigreinum

Mynd: Mats Persson, menntamálaráðherra Svíþjóðar
Mats Persson, menntamálaráðherra Svíþjóðar. Mynd: Evrópusambandið.

Svíar eru í forsæti ráðs Evrópusambandsins um þessar mundir og gáfu frá sér yfirlýsingu varðandi opinn aðgang í kjölfar umræðu meðal meðal ráðherra rannsókna.

Rannsóknargreinar ESB ríkja ættu að vera aðgengilegar tafarlaust með opnum leyfum , segja Svíar.

Það að gera fræðilega útgáfu aðgengilega öllum með hraði stuðlar að hágæða rannsóknum“, sögðu Svíar 8. febrúar 2023.  „Þess vegna ætti að vera sjálfgefið að veita tafarlausan opinn aðgang að ritrýndum rannsóknarafurðum með opnum leyfum.“

Á fundi sama dag ræddu rannsóknarráðherrar ESB áskoranir varðandi leiðir að þessu markmiði.

Menntamálaráðherra Svíþjóðar, Mats Persson sagði í kjölfarið: „Það eru mál sem þarf að takast á við — til dæmis hár kostnaður við útgáfu og lestur greina. Einnig sú staðreynd að sum tímarit hafa ekki nægilega góða ferla til að tryggja gæði útgáfunnar.“ Lesa áfram „ESB: Tafarlaus opinn aðgangur að fræðigreinum“