Ábendingar til íslenskra háskóla

Fyrir stuttu birtist pistill hér á síðunni um Edinborgarháskóla og háskólann í Cambridge og nálgun þeirra varðandi opinn aðgang sem væri vissulega forvitnilegt fyrir íslenska háskóla að skoða.

Nú hefur cOAlition S tekið þetta skrefi lengra og rætt við Niamh Tumelty, yfirmann Open Research Services við University of Cambridge. Viðtalið má sjá í greininni:  How to make it right: a Rights Retention Pilot by the University of Cambridge ahead of shaping a full institutional policy.

Í lok viðtalsins var Niamh  spurður um þrjú helstu ráðin fyrir aðra háskóla sem hyggjast taka upp svipaða stefnu um opinn aðgang: Svör hans voru á þessa leið:
Lesa áfram „Ábendingar til íslenskra háskóla“

Bretland og opinn aðgangur að fræðiritum

Það er forvitnilegt að kynna sér hvað önnur Evrópulönd eru að gera varðandi opinn aðgang að fræðilegu efni. Í nýlegri grein er fjallað um stefnu Breta varðandi opinn aðgang að fræðilegum bókum sem styrktar eru af UKRI – UK Research and Innovation funding council.

UKRI kynnti nýjustu stefnu sína um opinn aðgang 6. ágúst 2021. Stefnan tekur til allra rannsókna sem ráðið styrkir og er stórt skref í átt til opins aðgang innan fræðasamfélagsins. Frá 1. janúar 2024 eiga öll fræðirit að vera gefin út í opnum aðgangi þó að eins árs birtingatöf sé leyfð. Lesa áfram „Bretland og opinn aðgangur að fræðiritum“

Skýrsla frá IAP um rányrkjutímarit og ráðstefnur

Út er komin skýrsla á vegum IAP (The InterAcademy Partnership) Science, Health, Policy sem ber heitið „Combatting Predatory Academic Journals and Conferences“ eða „Baráttan við rányrkjutímarit og ráðstefnur“. Útdráttur skýrslunnar er sannarlega verðug lesning fyrir alla rannsakendur og tengist einnig umræðunni um opinn aðgang.

Í skýrslunni kemur fram að svokölluð rányrkju- eða gervitímarit eru talin vera yfir 15.500 talsins. Kveikjan að bæði rányrkjutímaritum og ráðstefnum af sama toga eru hagnaðarsjónarmið en ekki fræðimennska. Falast er eftir greinum/útdráttum frá rannsakendum með aðferðum sem nýta sér þann þrýsting sem er á fræðimenn að gefa út og birta sem mest.

Lesa áfram „Skýrsla frá IAP um rányrkjutímarit og ráðstefnur“