Vika opins aðgangs – Dagur 4

Nú fer að líða á seinni hluta viku opins aðgangs og í dag birtum við hlaðvarpsþátt nr. 4 þar sem upplýsingafræðingur frá Bókasafni Háskólans í Reykjavík, Irma Hrönn Martinsdóttir, kemur í spjall og talar um hvernig aðstoð doktorsnemar þurfa til að skilja varðveislu, birtingar- og útgáfumál og þau glati ekki höfundarrétti að verkum sínum.

Þáttur 4. Doktorsnemar og birtingar skv. opnum aðgangi

Pia Sigurlína Viinikka, upplýsingafræðingur á Bókasafni og upplýsingaþjónustu Háskólans á Akureyri, skrifar grein í tilefni af viku opins aðgangs 2021: Rannsóknargögn eru auðlind.