Alþjóðleg vika opins aðgangs er að þessu sinni dagana 25. – 31. október og ber yfirskriftina „It Matters How We Open Knowledge: Building Structural Equity“ sem þýða mætti lauslega „Það skiptir máli hvernig við veitum aðgang að þekkingu. Byggjum upp sanngjarnt kerfi“.
Af því tilefni munu háskólasöfn á Íslandi bjóða upp á fróðleg hlaðvörp þar sem m. a. er rætt við rannsakendur og upplýsingafræðinga og birta greinar sem varða stöðu mála varðandi opinn aðgang o.fl. hér á landi.
Meira um þetta á næstunni.