Forprent og rannsóknir um nám í læknisfræði

Forprent eða preprint er útgáfa af rannsóknarhandriti sem er birt er á preprint vefþjóni áður en ritrýni fer fram. Forprent gera höfundum kleift að deila rannsóknum á fljótlegan hátt, fá skjóta endurgjöf og gera mögulega skráningu rannsókna í styrkumsóknum.

Flest tímarit sem varða nám í læknisfræði eru samþykk forprentum, sem bendir til þess að þau gegni hlutverki í umræðu á þessu sviði. Samt er lítið vitað um forprent um nám lækna, þar á meðal hvað einkennir höfunda, hvernig forprentin eru notuð og hlutfall endanlegrar útgáfu. Nýlega kom út rannsókn sem veitir ágætt yfirlit varðandi þessi mál: Describing the Landscape of Medical Education Preprints on MedRxiv: Current Trends and Future Recommendations.

Þegar rýnt er í niðurstöður rannsóknarinnar má sjá að höfundar draga eftirfarandi ályktanir: Algengt er að rannsóknir varðandi nám í læknisfræði séu birtar sem forprent og fá þannig mikla kynningu og niðurhal og eru í framhaldinu birtar í ritrýndum tímaritum (allt að helmingur), þar af í tímaritum sem fjalla um nám í læknisfræði. Miðað við kostina sem fylgja forprenti og seinagang sem fylgir útgáfu rannsókna um nám í læknisfræði er líklegt að fleiri muni nýta sér forprent og það verði hluti af umræðu á þessu sviði.

Meira um aðferðir við rannsóknina, niðurstöður og umfjöllun: Describing the Landscape of Medical Education Preprints on MedRxiv: Current Trends and Future Recommendations.