Bresk hugveita hvetur til umbóta í fræðlegri útgáfu

Mynd: Adobe Firefly (AI)

Breska hugveitan UK Day One hvetur til umbóta í fræðilegri útgáfu svo að spara megi allt að 30 milljónir punda árlega. Þetta kemur fram í skýrslunni Reform Academic Publishing to Unblock Innovation, sem skrifuð er af   Sanjush Dalmia and Jonny Coates sem báðir tilheyra UK Day One.

Think tank urges academic publishing reform to ‘save £30m’

Skýrslan leggur til að rannsóknir og nýsköpun í Bretlandi hætti að styðja sk. open-access block-styrki  til háskóla, með þeim rökum að þeir kosti 40 milljónir punda á hverju ári og séu notaðir til að greiða birtingagjöld rannsóknagreina til fræðilegra útgefenda.

Skýrslan mælir einnig með að sett verði á laggirnar sk. Plan U   sem myndi fela í sér að allar rannsóknir sem fjármagnaðar eru af skattgreiðendum verði birtar sem forprent (e. preprint) áður en þær eru sendar til fræðilegra tímarita.

Lesa nánar

Forprent og rannsóknir um nám í læknisfræði

Forprent eða preprint er útgáfa af rannsóknarhandriti sem er birt er á preprint vefþjóni áður en ritrýni fer fram. Forprent gera höfundum kleift að deila rannsóknum á fljótlegan hátt, fá skjóta endurgjöf og gera mögulega skráningu rannsókna í styrkumsóknum.

Flest tímarit sem varða nám í læknisfræði eru samþykk forprentum, sem bendir til þess að þau gegni hlutverki í umræðu á þessu sviði. Samt er lítið vitað um forprent um nám lækna, þar á meðal hvað einkennir höfunda, hvernig forprentin eru notuð og hlutfall endanlegrar útgáfu. Nýlega kom út rannsókn sem veitir ágætt yfirlit varðandi þessi mál: Describing the Landscape of Medical Education Preprints on MedRxiv: Current Trends and Future Recommendations.

Þegar rýnt er í niðurstöður rannsóknarinnar má sjá að höfundar draga eftirfarandi ályktanir: Algengt er að rannsóknir varðandi nám í læknisfræði séu birtar sem forprent og fá þannig mikla kynningu og niðurhal og eru í framhaldinu birtar í ritrýndum tímaritum (allt að helmingur), þar af í tímaritum sem fjalla um nám í læknisfræði. Miðað við kostina sem fylgja forprenti og seinagang sem fylgir útgáfu rannsókna um nám í læknisfræði er líklegt að fleiri muni nýta sér forprent og það verði hluti af umræðu á þessu sviði.

Meira um aðferðir við rannsóknina, niðurstöður og umfjöllun: Describing the Landscape of Medical Education Preprints on MedRxiv: Current Trends and Future Recommendations.

 

„To preprint or not to preprint“

„To preprint or not to preprint: A global researcher survey“ er heiti á tímaritsgrein sem birtir niðurstöður könnunar á viðhorfum vísindamanna til „preprints“ eða forprenta. Höfundar eru Ni Rong og Ludo Waltman.

Hér fyrir neðan er lausleg þýðing á útdrætti greinarinnar:

Opin vísindi hafa hlotið mikla athygli á heimsvísu og forprent eða „preprint“ er mikilvæg leið til að innleiða aðferðir opinnna vísinda  í fræðilegri útgáfu.

Til að skilja betur viðhorf vísindamanna til forprenta gerðum við könnun meðal höfunda vísindagreina sem gefnar voru út árið 2021 og snemma árs 2022. Niðurstöður könnunar okkar sýna að Bandaríkin og Evrópa eru fremst í flokki varðandi innleiðingu forprenta.

Bandarískir og evrópskir vísindamenn sem svöruðu voru kunnugri forprentum og studdu þá leið frekar en samstarfsmenn þeirra annars staðar í heiminum. Lesa áfram „„To preprint or not to preprint““