Forprent og rannsóknir um nám í læknisfræði

Forprent eða preprint er útgáfa af rannsóknarhandriti sem er birt er á preprint vefþjóni áður en ritrýni fer fram. Forprent gera höfundum kleift að deila rannsóknum á fljótlegan hátt, fá skjóta endurgjöf og gera mögulega skráningu rannsókna í styrkumsóknum.

Flest tímarit sem varða nám í læknisfræði eru samþykk forprentum, sem bendir til þess að þau gegni hlutverki í umræðu á þessu sviði. Samt er lítið vitað um forprent um nám lækna, þar á meðal hvað einkennir höfunda, hvernig forprentin eru notuð og hlutfall endanlegrar útgáfu. Nýlega kom út rannsókn sem veitir ágætt yfirlit varðandi þessi mál: Describing the Landscape of Medical Education Preprints on MedRxiv: Current Trends and Future Recommendations.

Þegar rýnt er í niðurstöður rannsóknarinnar má sjá að höfundar draga eftirfarandi ályktanir: Algengt er að rannsóknir varðandi nám í læknisfræði séu birtar sem forprent og fá þannig mikla kynningu og niðurhal og eru í framhaldinu birtar í ritrýndum tímaritum (allt að helmingur), þar af í tímaritum sem fjalla um nám í læknisfræði. Miðað við kostina sem fylgja forprenti og seinagang sem fylgir útgáfu rannsókna um nám í læknisfræði er líklegt að fleiri muni nýta sér forprent og það verði hluti af umræðu á þessu sviði.

Meira um aðferðir við rannsóknina, niðurstöður og umfjöllun: Describing the Landscape of Medical Education Preprints on MedRxiv: Current Trends and Future Recommendations.

 

„To preprint or not to preprint“

„To preprint or not to preprint: A global researcher survey“ er heiti á tímaritsgrein sem birtir niðurstöður könnunar á viðhorfum vísindamanna til „preprints“ eða forprenta. Höfundar eru Ni Rong og Ludo Waltman.

Hér fyrir neðan er lausleg þýðing á útdrætti greinarinnar:

Opin vísindi hafa hlotið mikla athygli á heimsvísu og forprent eða „preprint“ er mikilvæg leið til að innleiða aðferðir opinnna vísinda  í fræðilegri útgáfu.

Til að skilja betur viðhorf vísindamanna til forprenta gerðum við könnun meðal höfunda vísindagreina sem gefnar voru út árið 2021 og snemma árs 2022. Niðurstöður könnunar okkar sýna að Bandaríkin og Evrópa eru fremst í flokki varðandi innleiðingu forprenta.

Bandarískir og evrópskir vísindamenn sem svöruðu voru kunnugri forprentum og studdu þá leið frekar en samstarfsmenn þeirra annars staðar í heiminum. Lesa áfram „„To preprint or not to preprint““

Eru að verða straumhvörf varðandi opinn aðgang?

Hér á eftir fer lausleg þýðing og samantekt á grein sem Moumita Koley, ráðgjafi um framtíð fræðilegrar útgáfu hjá ISC International Science Council ritaði nýlega: Is the Tide Turing in Favour of Universal and Equitable Open Access? Í greininni deilir hún sýn sinni á ríkjandi útgáfumódel í fræðilegri útgáfu – sem er að mestu undir stjórn hagnaðardrifinna útgefenda. Hún varpar ljósi á aðra valkosti sem stöðugt vinna á innan fræðasamfélagsins.

Akademísk útgáfa hefur lengi einkennst af útgefendum sem krefjast hárra áskriftargjalda, takmarka aðgang að rannsóknargögnum og setja strangar reglur um höfundarrétt. Þetta hefur síðan leitt til þess að bókasöfn hafa lengi átt í erfiðleikum með að greiða fyrir aðgang að tímaritum á meðan útgefendur uppskera mikinn hagnað. Þrátt fyrir þá staðreynd að hið opinbera fjármagnar rannsóknir í miklum mæli og fræðimenn veiti ókeypis ritrýni, halda útgefendur áfram að hagnast. Sem dæmi má nefna útgefandann Elsevier sem greindi frá 38% hagnaði árið 2022  samanborið við 15% hagnað útgáfu sem ekki er af fræðilegum toga. Lesa áfram „Eru að verða straumhvörf varðandi opinn aðgang?“