Hugsaðu, kannaðu, sendu inn (think, check, submit)

Vefurinn ThinkCheckSubmit.org hjálpar vísindamönnum og rannsakendum að átta sig á hvaða tímaritum og útgefendum hægt er að treysta og forðast þannig svokölluð rányrkjutímarit.

Vefurinn er alþjóðlegur og þverfaglegur og þar er hægt að skoða nk. tékklista á ýmsum tungumálum áður en tímarit er valið. Búið er að bæta við tékklista á íslensku og hann má finna hér: Hugsaðu, kannaðu, sendu inn.