Er einhver glóra í þessu?

Eftirfarandi er unnið upp úr greininni „Scientists paid large publishers over $1 billion in four years to have their studies published with open access“ sem birtist í El País USA Edition, 21. nóvember 2023.

Í greininni kemur fram að hagnaðarhlutfall helstu útgefenda vísindatímarita nemur allt að 30% – 40% sem er langt umfram flestar atvinnugreinar. Er einhver glóra í þessu?

Hollenski risinn Elsevier  birti 600.000 rannsóknir á síðasta ári (2022), þar af um fjórðung í opnum aðgangi.  Samkvæmt reikningum Elsevier fyrir árið 2022 námu árstekjur fyrirtækisins 3,5 milljörðum dala, þar af voru 1,3 milljarðar dala í hagnað.  Ef rýnt er í þessar tölur má ætla að fyrir hverja 1000 dollara sem fræðasamfélagið eyðir í útgáfu hjá Elsevier, fari um 400 dollara í vasa hluthafa þess.

Þýski rannsakandinn Stefanie Haustein bendir á þversagnir núverandi kerfis.  Vísindasamfélagið borgar fyrir að gefa út eigin rannsóknir og vinnur ókeypis fyrir útgefendur við að ritrýna verk annarra samstarfsmanna . Samt sem áður þurfa stofnanir  að borga ársáskrift til að lesa tímarit sem ekki eru í opnum aðgangi.

„Þetta þýðir að fræðasamfélagið þarf að borga fyrir að fá aðgang að efninu sem það hefur gefið ókeypis. Og í ofanálag stendur almenningur frammi fyrir greiðsluvegg, þegar að það eru oft skattar almennings sem fjármagna þessar rannsóknir og útgáfu þeirra. Þetta er ósjálfbært líkan sem er að tæma fjárveitingar til rannsókna um allan heim,“ segir Haustein, sem hefur birt niðurstöður sínar í tímaritinu International Society for Scientometrics and Informetrics.

Að birta greinar í traustum tímaritum

Hvernig er hægt að þekkja traust tímarit frá hinum sem hafa á sér vafasamt orð og flokkast mögulega sem rányrkjutímarit?

Hér fyir neðan er mjög gott myndband þar sem Katherine Stephan, upplýsingafræðingur í rannsóknaþjónustu við Liverpool John Moores University og meðlimur TCS Committee (Think – Check – Submit).

Finnland og samningar um aðgang að rafrænum tímaritum

Í greininni Costs of scientific journals have reached unsustainable level – The future of subscriptions in jeopardy  má lesa að finnskir háskólar og rannsóknarstofnanir standa frammi fyrir miklum áskorunum þar sem útgefendur halda áfram að hækka áskriftir fyrir vísindatímarit sín og útgáfu í opnum aðgangi. Kostnaðurinn er orðinn óheyrilegur og ekki í takt við ávinninginn.

FinELib samlagið hefur samið við útgefendur um aðgang sem nær bæði yfir lestur vísindatímarita og útgáfu greina í opnum aðgangi en heildarkostnaðurinn við þessa samninga er orðinn ósjálfbær. Útgefendur hafa í raun hindrað umskipti yfir í opna útgáfu og notað opinn aðgang sem leið til þess að auka enn hagnað sinn.

FinElib sækist nú eftir verulegum afslætti í næstu samningum, en afslættirnir verða að vera raunverulegir og nást ekki með því að skerða innihald samninganna. Ef samningar nást ekki getur verið að sumum þeirra verði ekki haldið áfram.

Útgefendur sem þátt taka í viðræðunum eru American Chemical Society (ACS), Elsevier, Emerald, IEEE, Oxford University Press (OUP), Royal Society of Chemistry (RSC) og Springer.

Þetta vandamál einskorðast auðvitað ekki bara við Finnland, heldur standa önnur lönd frammi fyrir sama vanda.

Lesa nánar í greininni Costs of scientific journals have reached unsustainable level – The future of subscriptions in jeopardy.