Alþjóðleg vika opins aðgangs fór fram 23. – 29. október sl. og þátttakendur víða af landinu fengu að njóta fróðlegra fyrirlestra með aðstoð TEAMS. Upptökur og glærur eru nú aðgengilegar.
Smellið hér til að skoða dagskrá upptökur og glærur.
Um opinn aðgang á Íslandi
Alþjóðleg vika opins aðgangs fór fram 23. – 29. október sl. og þátttakendur víða af landinu fengu að njóta fróðlegra fyrirlestra með aðstoð TEAMS. Upptökur og glærur eru nú aðgengilegar.
Smellið hér til að skoða dagskrá upptökur og glærur.
SciELO -Scientific electronic library online – er 25 ára. Af því tilefni er komin út bókin We so loved open access. Að sjálfsögðu í opnum aðgangi.
SciELO var stofnað seint á tíunda áratugnum þegar hugmyndin um ókeypis aðgang að fræðilegu efni fór að taka á sig mynd, jafnvel áður en hugtakið „opinn aðgangur“ kom til sögunnar.
Á þeim tíma var aðgangur að fræðiritum takmarkaður og kostnaðarsamur, bundinn við háskólabókasöfn og þau rit/tímarit sem bókasöfnin voru áskrifendur að.
Samstarfshópur háskólabókavarða um opin vísindi/opinn aðgang vonast eftir góðri þátttöku íslenskra rannsakenda og annars áhugafólks í viðburðum alþjóðlegrar viku opins aðgangs 23. – 29. október nk. Við höfum fengið til liðs við okkur öfluga liðsmenn erlendis frá til að bjóða upp á fjórar vefkynningar (webinars) á TEAMS í vikunni og eina málstofu í Grósku sem einnig verður í boði á TEAMS.
Vefkynningarnar verða á ensku en málstofan fer fram á íslensku.
Smellið hér til að skoða dagskrá og skrá ykkur. Athugið að það þarf að skrá sig á hverja kynningu fyrir sig.