Viðbót við Web of Science: Preprint Citation Index

Vert er að vekja athygli á nýrri viðbót við gagnasafnið Web of Science: Preprint Citation Index. 

Þessi viðbót er í raun sjálfstætt gagnasafn og þegar leitað er í WoS þarf að tilgreina sérstaklega ef ætlunin er að leita í þessu safni, ýmist sér eða meðfram Web of Science. Niðurstöður eru kirfilega merktar sem „preprint“.

Preprint Citation Index byggir á efni úr nokkrum vel þekktum preprint varðveislusöfnum/vefþjónum:

      • arXiv (1991-)
      • bioRxiv (2013-)
      • medRxiv (2019-)
      • chemRxiv (2017)
      • preprints.org (2020-)

Í kjölfarið á Covid-19 faraldrinum hefur notkun á preprint (í. forprent) aukist til mikilla muna. Gott er þó að hafa í huga að ekki er búið að ritrýna preprint nema í undantekningartilvikum.

Til umhugsunar: Aðgengi og aðgengileiki

Vefurinn arXiv.org hefur verið brautryðjandi í tengslum við opinn aðgang í meira en 30 ár og fjarlægt ýmis konar hindranir fyrir rannsóknagreinar. Engir greiðsluveggir eða gjöld og ekki þarf innskráningu til að lesa greinar. Þessi nálgun – sem veitir rannsakendum hámarksstjórn á birtingu niðurstaðna sinna og sýnileika – umbreytti rannsóknarferlinu og varð upphaf að hreyfingunni um opinn aðgang.

Aðgengi er hins vegar ekki það sama og aðgengileiki þ.e. að tryggja aðgengi óháð fötlun. Langflestar rannsóknargreinar,  sem birtar eru í hvaða tímariti sem er og á hvaða vettvangi sem er,  uppfylla ekki grunnstaðla varðandi aðgengileika.

Á árinu 2022 stóð arXiv fyrir ítarlegri notendarannsókn til að ákvarða umfang vandans, meta mótvægisaðgerðir sem í gangi eru og skoða lausnir. Niðurstöðurnar, sem unnar voru af starfsfólki arXiv, aðgengissérfræðingum og arXiv lesendum og höfundum sem nota hjálpartækni, eru birt á arXiv á PDF-sniði  og HTML-sniði. Lesa áfram „Til umhugsunar: Aðgengi og aðgengileiki“

Að uppfylla grænu leið opins aðgangs – handrit að grein í IRIS

Til þess að uppfylla grænu leið opins aðgangs er hægt að hlaða upp handriti að grein í Pure sem birtist í rannsóknaupplýsingakerfinu IRIS.

Smelltu hér fyrir leiðbeiningar.

Þú hefur tvo möguleika:

      • Preprint (forprent), sem er handrit að grein en það er sú útgáfa sem send hefur verið til útgefanda en er enn óritrýnt og ekki tilbúið til birtingar í áskriftartímariti.
      • Postprint / accepted manuscript, sem er lokagerð handrits höfundar; handrit sem búið er að ritrýna, höfundar búnir að yfirfara og senda aftur til útgefanda til birtingar í áskriftartímariti.

Lesa áfram „Að uppfylla grænu leið opins aðgangs – handrit að grein í IRIS“