Réttindi höfunda og rannsakenda: Leiðbeiningar

Þegar rannsakendur halda réttindum sínum á samþykktum handritum sínum, geta þeir og aðrir endurnýtt það efni svo sem til rannsókna, kennslu, í bókum, og á netinu. Þannig uppfylla þeir einnig kröfur styrkveitenda um opinn aðgang að efni sem til verður fyrir opinbert fé.

UKRN (The UK Reproducibility Network) hefur gefið út leiðbeiningar til að kynna rannsakendum allt um réttindi þeirra: Rights and Retention Strategy: a Primer from UKRN.

Lesa áfram „Réttindi höfunda og rannsakenda: Leiðbeiningar“

Ætlar þú að birta í tímariti frá Karger?

Ef þú hyggur á birtingu greinar í einu af tímaritum Karger, er vert að vekja athygli á sérstökum landssamningi við útgefandann sem gildir út árið 2023. (ATH: Uppfært – Samningurinn hefur verið framlengdur út árið 2024).

Samningurinn felur í sér að árið 2023 (og 2024 uppfært)  geta íslenskir vísindamenn sem tengjast íslenskri stofnun og vilja birta greinar í tímaritum Karger, sótt um niðurfellingu birtingagjalds (APC – article processing charge) sem og niðurfellingu viðbótarútgáfukostnaðar (Authors ChoiceTM)  að því tilskyldu að handrit þeirra séu samþykkt til birtingar.

Þetta gildir um greinar sem birtar eru í tímaritum Karger sem eru alfarið í opnum aðgangi sem og í sk. „hybrid“ tímaritum frá Karger (áskriftartímarit sem bjóða upp á birtingu greina ýmist í lokuðum eða opnum aðgangi).

Lesa nánar.