Vika opins aðgangs – Dagur 5

Þá er komið að lokadegi viku opins aðgangs. Í dag birtum við síðasta hlaðvarpsþátt seríunnar, þátt nr. 5, þar sem viðmælendur eru Brynja Ingadóttir og Sigríður Zoëga, báðar dósentar við Hjúkrunarfræðideild HÍ.  Þær tala um eigin reynslu af opnum aðgangi í birtingu rannsókna og þann samfélagslega  ávinning sem hlýst af opnum aðgangi almennt.

Þáttur 5. Samfélagsleg áhrif af aðgengi að rannsóknum

Munið að gerast áskrifendur að twitter reikningi opins aðgangs:

Loks mælir vinnuhópur um opinn aðgang* með heimildamyndinni https://paywallthemovie.com/

*Vinnuhópur um opinn aðgang er skipaður af stjórnendum háskólabókasafna á Íslandi. Landsbókasafn-háskólabókasafn, Bókasafn Háskólans í Reykjavík, Bókasafn Landbúnaðarháskólans, Bókasafn Háskólans á Bifröst, Bókasafn Háskólans á Akureyri og Hólum, Bókasafn Listaháskóla Íslands eiga fulltrúa í vinnuhópnum.

 

Vika opins aðgangs – Dagur 4

Nú fer að líða á seinni hluta viku opins aðgangs og í dag birtum við hlaðvarpsþátt nr. 4 þar sem upplýsingafræðingur frá Bókasafni Háskólans í Reykjavík, Irma Hrönn Martinsdóttir, kemur í spjall og talar um hvernig aðstoð doktorsnemar þurfa til að skilja varðveislu, birtingar- og útgáfumál og þau glati ekki höfundarrétti að verkum sínum.

Þáttur 4. Doktorsnemar og birtingar skv. opnum aðgangi

Pia Sigurlína Viinikka, upplýsingafræðingur á Bókasafni og upplýsingaþjónustu Háskólans á Akureyri, skrifar grein í tilefni af viku opins aðgangs 2021: Rannsóknargögn eru auðlind.

 

Vika opins aðgangs – Dagur 3

Vika opins aðgangs heldur áfram og í dag birtum við hlaðvarpsþátt nr. 3:

Þáttur 3. Áhrif Plan S á útgáfu og aðgang að rannsóknum
Viðmælendur eru Guðrún Þórðardóttir og Þórný Hlynsdóttir, upplýsingafræðingar við Landbúnaðarháskólann og Háskólann á Bifröst sem töluðu um áhrif Plan S.

Við bendum einnig á íslenska þýðingu á „Áætlun S“ (e. Plan S) hér á vefnum, sem er áætlun frá cOALITON S, alþjóðlegu bandalagi rannsóknasjóða og styrktaraðila rannsókna um fullan opin aðgang að vísindaefni eftir 1. janúar 2021. Þýðinguna gerði Þórný Hlynsdóttir upplýsingafræðingur.