Hvernig geta rannsakendur stuðlað að demanta opnum aðgangi?

Vert er að skoða áhugaverða bloggfærslu frá Juuso P Ala-Kyyny við Háskólabókasafnið í Helsinki.

Í aðalatriðum eru talin upp nokkur atriði  sem rannsakendur geta gert:

      • Rannsakandi getur kynnt sér valkostina varðandi ókeypis opinn aðgang
      • Rannsakandi getur valið að gefa út þar sem boðið er upp á demanta opinn aðgang
      • Rannsakandi getur valið að ritrýna frekar greinar frá útgáfum sem gefa út í demanta opnum aðgangi
      • Rannsakandi getur tekið þátt í ritstjórn „demantatímarita“ í mismunandi hlutverkum.
      • Sem meðlimur í ritstjórn demantatímaritsins getur rannsakandi kynnt bestu starfsvenjur í útgáfustarfsemi tímaritsins og þannig bætt gæði tímaritsins.
      • Sem meðlimur í ritstjórn tímarits sem ekki er „demantatímarit“ getur rannsakandi stuðlað að breytingum tímaritsins yfir í gjaldfrjálsan opinn aðgang.
      • Rannsakandi getur vakið máls á demanta opnum aðgangi í mismunandi félögum og rannsóknanetum.

Sjá nánar https://blogs.helsinki.fi/thinkopen/diamond-oa-challenge-2024/

Skýringarmynd eftir Jamie Farquharson, CC BY.