Preprint (forprent) og ritrýni: Vefnámskeið á vegum OASPA

Þann 27. júlí 2023 var haldið vefnámskeið á vegum OASPA (Open Access Scholarly Publishing Association) sem bar yfirskriftina Shaping the Future of Scholarly Communication: The Role of Preprint Peer Review. 

Það er ljóst að notkun á preprints (í. forprenti) hefur aukist gríðarlega nú á síðustu árum og nú eru komnir til sögunnar ýmsir þjónustuaðilar sem auðvelda höfundum aðgang að ritrýni á preprints ásamt annarri aðstoð við að koma niðurstöðum rannsókna eins fljótt á framfæri og unnt er. Þjónustumódelin eru mismunandi, oftast gjaldfrjáls enn sem komið er og byggja á styrkjum en í framtíðinni má vænta þess að einhver gjöld komi inn í myndina en þó tæpast varðandi höfunda.

Það er vel þess virði að horfa á upptöku frá þessu vefnámskeiði hér fyrir neðan:

Einnig má nálgast vefnámskeiðið á vef OASPA ásamt kynningarglærum þeirra aðila sem þátt tóku (þjónustuaðila) sem og yfirlit yfir spurningar námskeiðsgesta og svörin sem þeir fengu .

Viðbót við Web of Science: Preprint Citation Index

Vert er að vekja athygli á nýrri viðbót við gagnasafnið Web of Science: Preprint Citation Index. 

Þessi viðbót er í raun sjálfstætt gagnasafn og þegar leitað er í WoS þarf að tilgreina sérstaklega ef ætlunin er að leita í þessu safni, ýmist sér eða meðfram Web of Science. Niðurstöður eru kirfilega merktar sem „preprint“.

Preprint Citation Index byggir á efni úr nokkrum vel þekktum preprint varðveislusöfnum/vefþjónum:

      • arXiv (1991-)
      • bioRxiv (2013-)
      • medRxiv (2019-)
      • chemRxiv (2017)
      • preprints.org (2020-)

Í kjölfarið á Covid-19 faraldrinum hefur notkun á preprint (í. forprent) aukist til mikilla muna. Gott er þó að hafa í huga að ekki er búið að ritrýna preprint nema í undantekningartilvikum.