G7 ráðherrar og opin vísindi

Ráðherrar vísinda og tækni í G7 ríkjunum hittust í Sendai, Japan 12. – 14. maí 2023. Þar gáfu þeir út yfirlýsingu sem styður við opin vísindi og þá sérstaklega þrjú forgangsmál:

 • Innviði opinna vísinda
 • Endurbætur á rannsóknamati
 • Rannsóknir á rannsóknum til að þróa opna vísindastefnu sem byggir á niðurstöðum rannsókna

Lesa áfram „G7 ráðherrar og opin vísindi“

Stefna um stjórnun gagna og miðlun frá NIH

Heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna (National Institutes of Health – NIH) hafa sett fram stefnu sína um stjórnun gagna og miðlun þeirra (e. data management and sharing – DMS). Stefnan gildir frá 25. janúar 2023 og á að stuðla að miðlun vísindalegra gagna.

Samnýting vísindagagna getur flýtt fyrir uppgötvunum á sviði líflæknisfræði t.d. með því að gera kleift að staðfesta rannsóknaniðurstöður, veita aðgengi að verðmætum gagnasöfnum og stuðla að endurnotkun gagna fyrir rannsóknir í framtíðinni.

Samkvæmt stefnunni gerir NIH ráð fyrir að rannsakendur og stofnanir taki upp eftirfarandi:

   • Geri ráð fyrir í sinni fjárhagsáætlun rými fyrir áætlun um stjórnun og miðlun gagna
   • Sendi DMS áætlun (Data Management and Sharing) til skoðunar þegar sótt er um styrk
   • Fari eftir samþykktri DMS áætlun

Sjá ítarlegri umfjöllun.

Lauslega þýtt: 
National Institutes of Health. Data Management & Sharing Policy Overview. NIH Scientific Data Sharing. Sótt 27, 2023.

Gátlisti frá UNESCO fyrir útgefendur

Kominn er út gátlisti frá UNESCO sem er er hluti af UNESCO Open Science Toolkit og gerður til að styðja við innleiðingu tilmæla UNESCO um opin vísindi.

Tékklistinn er gerður í  samstarfi við Open Access Scholarly Publishing Association (OASPA) fjölbreytt samfélag samtaka sem stunda opna fræðimennsku. Markmiðið er að veita útgefendum sem gefa út í opnum aðgangi hagnýta aðstoð til að skilja tilmæli UNESCO betur með því að varpa ljósi á vissa mikilvæga hluti sem eiga við um slíka útgefendur.