Burt með birtingagjöldin

Styrkveitendur rannsókna sem eru aðilar að áætluninni Plan S hafa beðið  rannsóknageirann um endurhugsa núverandi módel varðandi opinn aðgang og birtingagjöld (e. APC – article processing charges) sem þeir segja að virki ekki.

Styrkveitendur krefjast tafarlauss opins aðgangs að rannsóknaafurðum sem þeir hafa stutt. Hópurinn tilkynnti þann 27. júní 2023 að stofnaður yrði vinnuhópur til að skoða önnur viðskiptamódel en ríkjandi APC gjöld.

APC eru gjöld fyrir hverja grein sem greidd eru til útgefenda fyrir opinn aðgang. Gjöldin eru venjulega greidd með fjármunum frá styrkveitendum eða rannsóknastofnun þannig að vísindamenn þurfa ekki beinlínis að hafa áhyggjur af kostnaðinum.

En það eru áhyggjur af vaxandi kostnaði meðal styrkveitenda, stofnana og þeirra sem móta stefnu um opinn aðgang. Í maí 2023 samþykkti Evrópuráðið þá afstöðu  að „aukinn kostnaður við … fræðilega útgáfu valdi ójöfnuði og sé að verða ósjálfbær“.

Nánar um þetta í greininni Alternatives to „dysfunctional“ open-access model sought.

Er þetta upphafið að endalokunum fyrir útgefendur fræðirita?

Björn Brembs er taugalíffræðingur og prófessor við háskólann í Regensburg. Hann hefur látið til sín taka varðandi opinn aðgang/opin vísindi og liggur ekki á skoðunum sínum.

Í framhaldi af yfirlýsingu ráðherraráðs Evrópusambandins frá 23. maí 2023 er freistandi að vekja athygli á nýlegri bloggfærslu hans sem ber yfirskriftina „The Beginning Of The End For Academic Publishers?“

„This vicious cycle has been allowed to go on for so long, that more and more experts are now calling for precisely such a disruptive break. The time for small, evolutionary steps has passed and the parasitic publishing corporations have shown little willingness over the last decades even to just mitigate, let alone solve the problems caused by their extractive business models. For more than a decade, an ever-growing group of researchers have called to cut out these parasitic middle-men. It now finally seems as if our arguments have been convincing. Everything in the Council’s conclusions reiterates what the open science community has been fighting for in all this time: vendor lock-in needs to be broken, scholarly governance established and fragmenting silos replaced with interoperable, federated infrastructure.“

Nýr sjóður fyrir OA útgáfu í Háskólanum í Cambridge

Háskólinn í Cambridge hefur stofnað nýjan sjóð til að styrkja rannsakendur við skólann til að gefa út rannsóknarniðurstöður sínar í opnum aðgangi, hafi þeir ekki aðgang að öðrum fjárhagslegum stuðningi. Þannig geta vísindamenn notað sjóðinn til að greiða svokölluð APC gjöld (article processing charge) ef nauðsyn krefur, fyrir rannsóknir sínar í tímaritum sem veita opinn aðgang.

Anne Ferguson-Smith, prófessor við Háskólann í Cambridge:

„Þetta er mikilvægt skref í að tryggja að allir vísindamenn háskólans í Cambridge geti valið gullnu leiðina í opnum aðgangi. Við erum stolt af stofnun þessa sjóðs sem mun einkum nýtast fræðimönnum snemma á starfsferli sínum sem og öðrum fræðimönnum í háskólanum sem ekki eiga rétt á slíkum stuðningi frá öðrum styrkveitendum.“

Sjá nánar: A new institutional open access fund for the University of Cambridge.