Finnland og samningar um aðgang að rafrænum tímaritum

Í greininni Costs of scientific journals have reached unsustainable level – The future of subscriptions in jeopardy  má lesa að finnskir háskólar og rannsóknarstofnanir standa frammi fyrir miklum áskorunum þar sem útgefendur halda áfram að hækka áskriftir fyrir vísindatímarit sín og útgáfu í opnum aðgangi. Kostnaðurinn er orðinn óheyrilegur og ekki í takt við ávinninginn.

FinELib samlagið hefur samið við útgefendur um aðgang sem nær bæði yfir lestur vísindatímarita og útgáfu greina í opnum aðgangi en heildarkostnaðurinn við þessa samninga er orðinn ósjálfbær. Útgefendur hafa í raun hindrað umskipti yfir í opna útgáfu og notað opinn aðgang sem leið til þess að auka enn hagnað sinn.

FinElib sækist nú eftir verulegum afslætti í næstu samningum, en afslættirnir verða að vera raunverulegir og nást ekki með því að skerða innihald samninganna. Ef samningar nást ekki getur verið að sumum þeirra verði ekki haldið áfram.

Útgefendur sem þátt taka í viðræðunum eru American Chemical Society (ACS), Elsevier, Emerald, IEEE, Oxford University Press (OUP), Royal Society of Chemistry (RSC) og Springer.

Þetta vandamál einskorðast auðvitað ekki bara við Finnland, heldur standa önnur lönd frammi fyrir sama vanda.

Lesa nánar í greininni Costs of scientific journals have reached unsustainable level – The future of subscriptions in jeopardy.

Eru að verða straumhvörf varðandi opinn aðgang?

Hér á eftir fer lausleg þýðing og samantekt á grein sem Moumita Koley, ráðgjafi um framtíð fræðilegrar útgáfu hjá ISC International Science Council ritaði nýlega: Is the Tide Turing in Favour of Universal and Equitable Open Access? Í greininni deilir hún sýn sinni á ríkjandi útgáfumódel í fræðilegri útgáfu – sem er að mestu undir stjórn hagnaðardrifinna útgefenda. Hún varpar ljósi á aðra valkosti sem stöðugt vinna á innan fræðasamfélagsins.

Akademísk útgáfa hefur lengi einkennst af útgefendum sem krefjast hárra áskriftargjalda, takmarka aðgang að rannsóknargögnum og setja strangar reglur um höfundarrétt. Þetta hefur síðan leitt til þess að bókasöfn hafa lengi átt í erfiðleikum með að greiða fyrir aðgang að tímaritum á meðan útgefendur uppskera mikinn hagnað. Þrátt fyrir þá staðreynd að hið opinbera fjármagnar rannsóknir í miklum mæli og fræðimenn veiti ókeypis ritrýni, halda útgefendur áfram að hagnast. Sem dæmi má nefna útgefandann Elsevier sem greindi frá 38% hagnaði árið 2022  samanborið við 15% hagnað útgáfu sem ekki er af fræðilegum toga. Lesa áfram „Eru að verða straumhvörf varðandi opinn aðgang?“

Kanada: Kennslubækur og námsgögn í opnum aðgangi

Kennslubækur í opnum aðgangi – British Columbia, Kanada

Eitt af því sem blómstrað hefur undanfarin ár, er útgáfa kennslubóka í opnum aðgangi í ýmsum löndum. Það hefur sparað nemendum ómældar fjárhæðir og veitt háskólum möguleika á sveigjanlegu efni sem má aðlaga, þar sem vel skilgreind notkunarleyfi auðvelda málin.

Lesa áfram „Kanada: Kennslubækur og námsgögn í opnum aðgangi“