Viðbrögð cOAlition-S vegna tilmæla UNESCO um opin vísindi

cOAlition-S fagnar tilmælum UNESCO – Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna um opin vísindi frá því í nóvember 2021 sem fjallað var um hér.

cOAlition-S, alþjóðleg samtök rannsóknasjóða sem vinna að stefnumörkun um opin vísindi og opinn aðgang, hvetja í framhaldinu alla þá sem koma að útgáfu fræðilegs efnis til að vinna saman að:

  • sanngjörnu, hagkvæmu og fjölbreyttu rannsóknaumhverfi  þar sem opin og hröð miðlun er viðmiðið
  • aukinni virðingu fyrir höfundarétti vísindamanna
  • vistkerfi rannsóknainnviða og þjónustu sem byggir á opnum aðgangi og sem forðast ósanngjarnt, óréttlátt og rándýrt viðskiptamódel.

Lesa áfram „Viðbrögð cOAlition-S vegna tilmæla UNESCO um opin vísindi“

Open Knowledge Maps

Open Knowledge Maps er ein stærsta sjónræna leitarvélin (e. visual search engine) á sviði vísinda. Að baki liggja gagnasöfnin PubMed og BASE (Bielefeld Academic Search Engine). Hér fyrir neðan má sjá mynd af leitinni open access AND impact en þar sýnir leitarvélin þær 100 greinar sem hún metur að tengist best efninu. Forvitnir geta lesið nánar um hvar og hvernig er leitað. Greinar í opnum aðgangi eru sérstaklega merktar.

Open Knowledge Maps
Open Knowledge Maps – Open access AND impact.

Skoðið niðurstöður leitarinnar.