Hlaðvörp um opin vísindi: Road to open science

Vert er að vekja athygli á hlaðvörpum frá háskólanum í Utrecht, Utrecht Young Academy, um opin vísindi: „Road to Open Science“.

Þar eru opin vísindi einkum skoðuð frá sjónarhorni rannsakandans.

Hlaðvörpin eru aðgengilegt m.a. á Spotify, Soundcloud o.fl. Einnig er hægt að fylgjast með á Twitter. Þau eru á ensku og hefa verið í gangi frá 2018 með stuðningi bókasafns háskólans í Utrecht.

Háskólinn í Utrecht með nýja OA stefnu

Háskólinn í Utrecht, Hollandi

Ný stefna um opinn aðgang hjá háskólanum í Utrecht, Hollandi.

Framkvæmdastjórn háskólans í Utrecht hefur samþykkt nýja OA-stefnu um útgáfu rannsóknaafurða í skólanum: Gert er ráð fyrir að vísindamenn skólans gefi út allt sitt efni (tímaritsgreinar, bókakafla og bækur)  í opnum aðgangi.

Með því að gera niðurstöður rannsókna sýnilegri eykst gagnsæi, notagildi og endurnýting þessara niðurstaðna. Auk þess ýtir það undir samfélagsleg áhrif rannsókna.

Hvað þýðir þetta fyrir vísindamenn háskólans í Utrecht? Sjá nánar.

Mynd: Floor Fotografie, CC BY-SA 4.0 

Skoskir háskólar stofna sína eigin OA bókaútgáfu

Háskólinn í Glasgow
Háskólinn í Glasgow

Háskólabókasöfn í Skotlandi vinna nú að því að koma á laggirnar bókaútgáfu sem tileinkuð er opnum aðgangi, þ.e. Scottish Universities Open Access Press. Útgáfan verður í eigu þeirra háskólastofnana sem taka þátt en þær eru alls 18.

Stefnt er á að bjóða upp á hagkvæma leið til útgáfu án hagnaðarsjónarmiða. Í upphafi verður áherslan mest á rannsóknarrit, líklega aðallega í félags- og hugvísindum.

Lesa áfram „Skoskir háskólar stofna sína eigin OA bókaútgáfu“