UNESCO: Tilmæli varðandi opin vísindi

UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, samþykkti á 41. aðalráðstefnu sinni þann 23. nóvember sl. tilmæli til aðildarríkja varðandi opin vísindi. Drög voru lögð að tilmælunum á 40. aðalráðstefnu stofnunarinnar 2019. Öll aðildarríki samþykktu tilmælin.
Skoða tilmælin.

Þetta er merkur áfangi og aðildarríki þurfa í framhaldinu að skoða tilmælin hvert fyrir sig og ígrunda hvar þau eru stödd í þessari vegferð í átt að opnum vísindum og hvaða skref þarf að taka næst.

Lesa áfram „UNESCO: Tilmæli varðandi opin vísindi“

Leiðarvísir fyrir háskóla frá EUA

European University Association hefur gefið út gátlista/leiðarvísi fyrir háskóla sem vilja þróa frekar „opinn aðgang“ . Útgáfa vísindalegs efnis hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár, orðið bæði flóknari og kraftmeiri. Umhverfi „opins aðgangs“ hefur á sama tíma breyst mikið. Mörg skref hafa verið tekin í rétta átt en enn þá er mikið verk óunnið.

Markmið þessa gátlista er að styðja háskóla í viðleitni þeirra til að þróa enn frekari virkni á sviði „opins aðgangs“, þar sem háskólar geta nýtt sér þau atriði sem eiga best við þeirra starfsemi og sérstöðu:
Listinn er þríþættur:

1) Valdefling: Stefnumörkun og áætlanir
2) Uppbygging með þátttöku bókasafna og samvinnu varðandi samninga (consortium)
3) Styrking þess fyrirkomulags sem fyrir er með þátttökufræðasamfélagsins og innviða þess

Leiðarvísir fyrir háskóla (.pdf)

 

Vika opins aðgangs – Dagur 5

Þá er komið að lokadegi viku opins aðgangs. Í dag birtum við síðasta hlaðvarpsþátt seríunnar, þátt nr. 5, þar sem viðmælendur eru Brynja Ingadóttir og Sigríður Zoëga, báðar dósentar við Hjúkrunarfræðideild HÍ.  Þær tala um eigin reynslu af opnum aðgangi í birtingu rannsókna og þann samfélagslega  ávinning sem hlýst af opnum aðgangi almennt.

Þáttur 5. Samfélagsleg áhrif af aðgengi að rannsóknum

Munið að gerast áskrifendur að twitter reikningi opins aðgangs:

Loks mælir vinnuhópur um opinn aðgang* með heimildamyndinni https://paywallthemovie.com/

*Vinnuhópur um opinn aðgang er skipaður af stjórnendum háskólabókasafna á Íslandi. Landsbókasafn-háskólabókasafn, Bókasafn Háskólans í Reykjavík, Bókasafn Landbúnaðarháskólans, Bókasafn Háskólans á Bifröst, Bókasafn Háskólans á Akureyri og Hólum, Bókasafn Listaháskóla Íslands eiga fulltrúa í vinnuhópnum.