Vika opins aðgangs 2020 – Greinar

Vika opins aðgangs var haldin í 13. skipti í síðustu viku. Háskólabókasöfn á Íslandi ákváðu að vinna saman þetta árið og skrifaðar voru fimm ólíkar greinar um opinn aðgang sem birtust allar á Kjarnanum dagana 19-23. október:

Rósa Bjarnadóttir, forstöðumaður bókasafns og upplýsingaþjónustu Listaháskóla Íslands reið á vaðið og skrifaði um skort á stefnu frá stjórnvöldum um opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum:

#HvarerOAstefnan?

Guðrún Þórðardóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur, Landbúnaðarháskóla Íslands, skrifaði um kostnaðinn við að birta og lesa vísindagreinar:

Hvers vegna kostar 5.000 krónur að lesa vísindagrein?

 

Þann 21. október skrifaði Þórný Hlynsdóttir, forstöðumaður bókasafns Háskólans á Bifröst, um aðgerðasinnana Aaron Schwarz og Alexöndru Elbakyan og baráttu þeirra fyrir opnu aðgengi að vísindaefni:

Píratadrottningin og hakkarinn

 

Sara Stef. Hildardóttir, forstöðukona Bókasafns Háskólans í Reykjavík fjallaði um áhrif Covid á aðgengi að upplýsingum í samhengi við svokallað hringrásarhagkerfi:

Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi

 

Að lokum fjallaði Sigurgeir Finnsson, verkefnastjóri á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, um ólíkar leiðir til birtingar í opnum aðgangi og kosti þess að birta samkvæmt grænu leiðinni:

Gulur, gylltur, grænn og brons: Opinn aðgangur og flókið litróf birtinga

 

Samstarf háskólabókasafna á Íslandi hefur ávallt verið gott og samstarfið um baráttuna fyrir opnum aðgangi er þar engin undantekning. Við munum halda áfram að vinna saman og vekja athygli á þessu brýna málefni..