Vika opins aðgangs 2020 (Open Access Week) 19.-25. október

http://openaccessweek.org/

Alþjóðleg vika opins aðgangs verður haldin nú í október í 13. skiptið. Þema vikunnar í ár er: „Open with Purpose: Taking Action to Build Structural Equity and Inclusion“ eða „Opnun með tilgangi: Grípum til aðgerða og byggjum upp jafnræði og sanngirni.

Eins og staðan er í heiminum í dag er aðgangur að þekkingu að miklu leyti háður fjármagni og ríkari þjóðir hafa betri aðgang en þær sem fátækari eru. Þemað í ár dregur athyglina að þessu.

Á þessum fordæmalausu tímum kemur bersýnilega í ljós hve nauðsynlegt er að hafa óheftan aðgang að þekkingu til að leysa þau gríðarstóru vandmál sem við heiminum blasa. Mörg útgáfufyrirtæki hafa opnað tímabundið fyrir aðgengi að rannsóknaniðurstöðum sem birtast í tímaritum á þeirra vegum. En þegar búið verður að finna bóluefni gegn veirunni miklu á að skella í lás aftur. Opinn aðgangur er öflugt tæki til að byggja upp sanngjarnara kerfi til að miðla þekkingu. Endurhugsun á rannsóknarstarfi þar sem allt er opið og aðgengilegt er tækifæri til að reisa grunn sem er í grundvallaratriðum sanngjarnari en nú er.

Háskólabókasöfn á Íslandi hafa tekið höndum saman og ætla að standa saman að fræðslu um opinn aðgang í vikunni í ár. Fylgist með 19. -25. október.