Vika opins aðgangs 2020 (Open Access Week) 19.-25. október

http://openaccessweek.org/

Alþjóðleg vika opins aðgangs verður haldin nú í október í 13. skiptið. Þema vikunnar í ár er: „Open with Purpose: Taking Action to Build Structural Equity and Inclusion“ eða „Opnun með tilgangi: Grípum til aðgerða og byggjum upp jafnræði og sanngirni.

Eins og staðan er í heiminum í dag er aðgangur að þekkingu að miklu leyti háður fjármagni og ríkari þjóðir hafa betri aðgang en þær sem fátækari eru. Þemað í ár dregur athyglina að þessu.

Lesa áfram „Vika opins aðgangs 2020 (Open Access Week) 19.-25. október“

Glærur frá málþingi um opinn aðgang 15. nóvember 2019

Vísindafélag Íslands stóð fyrir málþingi um opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum þann 15. nóvember síðastliðinn. Haldin voru þrjú erindi á málþinginu og má nálgast glærur þeirra hér fyrir neðan:

Sara Stef. Hildardóttir – í vinnslu

Sigurgeir Finnsson – Opinn aðgangur: útgáfa, kostnaður og aðgangur að fræðigreinum

Sigurbjörg Jóhannesdóttir – Hönnun opinnar rannsóknarmenningar

Upptaka frá málþinginu

Málþing um opinn aðgang að rannsóknaniðurstöðum

Vísindafélag Íslands stendur fyrir málþingi um opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum þann 15. nóvember næstkomandi milli 12 og 14 í Þjóðminjasafninu.

Opinn aðgangur (e. open access) er þekkt hugtak í umræðunni um rannsóknir og birtingar fræða- og vísindafólks og snýst um óheftan aðgang almennings, nemenda háskóla og fræða- og vísindafólks um allan heim að rannsóknarniðurstöðum sem unnar hafa verið fyrir almannafé. Þetta geta verið rannsóknir styrktar með fé úr opinberum sjóðum eða fé sem rennur til háskólanna af fjárlögum og fer að hluta til rannsóknarstarfa innan þeirra. Hugmyndafræðin um opinn aðgang er í grunninn einföld en krefst samtals innan vísindasamfélagsins því sú breyting sem hlýst af víðtækum opnum aðgangi veltir af stað menningar- og kerfisbreytingu sem mun hafa áhrif á störf vísindafólks hvarvetna.

Frummælendur verða Sara Stef. Hildardóttir, forstöðukona bókasafns og upplýsingaþjónustu Háskólans í Reykjavík, Sigurbjörg Jóhannesdóttir verkefnisstjóri hjá Háskóla Íslands og Sigurgeir Finnsson, verkefnastjóri hjá Landsbókasafni Íslands Háskólabókasafni. Í pallborði bætast við Ásdís Jónsdóttir, sérfræðingur í forsætisráðuneytinu, Einar Karl Friðriksson, efnafræðingur og einkaleyfaráðgjafi og Sóley Morthens þróunarstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun.

Fundarstjóri verður Eyjólfur Ingi Ásgeirsson, dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Aðgangur er opinn og öllum heimill

sjá viðburð á facebook: https://www.facebook.com/events/592290041531501/